Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2018 21:52 N1 skuldbindur sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni. Vísir/Arnþór Birkisson Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilarnir sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars hafa í för með sér.Sjá einnig: N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Þá skuldbindur N1 sig til að selja eldsneytisstöðvar Dælunnar til nýs keppinautar og auka aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og eldsneyti í heildsölu og tryggja samkeppnislegt sjálfstæði félagsins. Þá þarf N1 einnig selja verslunina Kjarval á Hellu, en með þessu er brugðist við því að samruninn hafi skaðleg áhrif á samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Samrunaaðilar reka þar samtals þrjár verslanir. Þessar aðgerðir af hálfu N1 eru víðtækari en áður voru kynntar við meðferð málsins, en umræddur samruni hefur tvígang komið til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins. Undir lok fyrri rannsóknar ákváðu samrunaaðilar að draga samrunatilkynningu til baka og birtu aðra tilkynningu með skilyrðum sem voru til þess fallnar að ryðja úr vegi mögulegri samkeppnisröskun.Hægt er að lesa nánar um samrunann á síðu Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilarnir sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars hafa í för með sér.Sjá einnig: N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Þá skuldbindur N1 sig til að selja eldsneytisstöðvar Dælunnar til nýs keppinautar og auka aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og eldsneyti í heildsölu og tryggja samkeppnislegt sjálfstæði félagsins. Þá þarf N1 einnig selja verslunina Kjarval á Hellu, en með þessu er brugðist við því að samruninn hafi skaðleg áhrif á samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Samrunaaðilar reka þar samtals þrjár verslanir. Þessar aðgerðir af hálfu N1 eru víðtækari en áður voru kynntar við meðferð málsins, en umræddur samruni hefur tvígang komið til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins. Undir lok fyrri rannsóknar ákváðu samrunaaðilar að draga samrunatilkynningu til baka og birtu aðra tilkynningu með skilyrðum sem voru til þess fallnar að ryðja úr vegi mögulegri samkeppnisröskun.Hægt er að lesa nánar um samrunann á síðu Samkeppniseftirlitsins.
Viðskipti Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00
N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15