Vonda fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. júlí 2018 10:00 Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú!
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun