Efsti kylfingur heimslistans, Dustin Johnson, reyndist hlutskarpastur á Opna kanadíska mótinu í golfi sem lauk seint í gærkvöldi eftir að hafa leikið lokahringinn á sex höggum undir pari.
Mótið er hluti af PGA mótaröðinni.
Johnson var einn af fjórum sem voru jafnir í efsta sæti fyrir lokahringinn en þessi 34 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði best á lokahringnum og vann að lokum öruggan sigur.
Jafnir í öðru sæti urðu Suður-Kóreumennirnir Whee Kim og Byeong Hun An.
Þetta var þriðji sigur Johnson á árinu en þetta var alls hefur hann unnið 19 sinnum á PGA mótaröðinni.
Dustin Johnson langbestur á lokahringnum og tryggði sigurinn
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn




