Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.
Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong.
„Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley.
Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann.
„Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley.
Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley.
Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi.
„Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“