Fágæt dýr ganga kaupum og sölum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2018 08:36 Feldir eru vinsæl söluvara. Vísir/getty Dýr í útrýmingarhættu eru vinsæll söluvarningur í Evrópu. Rannsókn á vegum dýraverndunarsamtakanna IFAW leiddi í ljós að auðmenn í Evrópu víli ekki fyrir sér að versla með fágæt dýr á borð við lifandi hlébarða, orangútana og birni ásamt því að kaupa mikið af ísbjarnafeldum og fílabeini. Rannsakendur lágu yfir rúmlega 100 sölusíðum á netinu og fundu þar um 5000 auglýsingar fyrir dýr í útrýmingarhættu eða fágætar dýraafurðir á sex vikna tímabili. Söluandvirðið nam um 400 milljónum íslenskra króna. Vinsælasta söluvaran á tímabilinu voru hvers kyns skriðdýr, eins og fágætar skjaldbökur og krókódílar. Fuglar í útrýmingarhættu voru jafnframt mjög vinsælir. Til að mynda var hægt að kaupa um 500 uglur og 350 páfagauka á sölusíðunum. Þá var hægt að kaupa mikið af stórum spendýrum á rússnesku sölusíðunum. Þar mátti fá hlébarða, blettatígra og birni sem sagðir eru vera ákveðin stöðutákn sums staðar í heiminum. Þá var einnig hægt að kaupa órangútana, lemúra og gibbonapa. Sala á fílabeini virðist hafa minnkað mikið ef marka má fjölda auglýsinga. Hins vegar segja rannsakendurnir að eftirspurnin eftir fílabeini hafi aukist umtalsvert í Þýskalandi á síðustu árum. Þá eru hvers kyns húðir og feldir vinsælar vörur á bresku sölusíðunum. Sölusíðurnar eru starfræktar víðsvegar í Evrópu, til að mynda í Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi. Dýraverndunarhópar hafa á síðustu árum starfað náið með stórum netfyrirtækjum á borð við eBay, Facebook og Google til að stemma stigu við sölu á dýrum í útrýmingarhættu á netinu. Ætlunin er að draga úr sölunni um 80% fyrir árið 2020. Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Dýr í útrýmingarhættu eru vinsæll söluvarningur í Evrópu. Rannsókn á vegum dýraverndunarsamtakanna IFAW leiddi í ljós að auðmenn í Evrópu víli ekki fyrir sér að versla með fágæt dýr á borð við lifandi hlébarða, orangútana og birni ásamt því að kaupa mikið af ísbjarnafeldum og fílabeini. Rannsakendur lágu yfir rúmlega 100 sölusíðum á netinu og fundu þar um 5000 auglýsingar fyrir dýr í útrýmingarhættu eða fágætar dýraafurðir á sex vikna tímabili. Söluandvirðið nam um 400 milljónum íslenskra króna. Vinsælasta söluvaran á tímabilinu voru hvers kyns skriðdýr, eins og fágætar skjaldbökur og krókódílar. Fuglar í útrýmingarhættu voru jafnframt mjög vinsælir. Til að mynda var hægt að kaupa um 500 uglur og 350 páfagauka á sölusíðunum. Þá var hægt að kaupa mikið af stórum spendýrum á rússnesku sölusíðunum. Þar mátti fá hlébarða, blettatígra og birni sem sagðir eru vera ákveðin stöðutákn sums staðar í heiminum. Þá var einnig hægt að kaupa órangútana, lemúra og gibbonapa. Sala á fílabeini virðist hafa minnkað mikið ef marka má fjölda auglýsinga. Hins vegar segja rannsakendurnir að eftirspurnin eftir fílabeini hafi aukist umtalsvert í Þýskalandi á síðustu árum. Þá eru hvers kyns húðir og feldir vinsælar vörur á bresku sölusíðunum. Sölusíðurnar eru starfræktar víðsvegar í Evrópu, til að mynda í Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi. Dýraverndunarhópar hafa á síðustu árum starfað náið með stórum netfyrirtækjum á borð við eBay, Facebook og Google til að stemma stigu við sölu á dýrum í útrýmingarhættu á netinu. Ætlunin er að draga úr sölunni um 80% fyrir árið 2020.
Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira