Erlent

Philip Roth látinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Philip Roth er stundum sagður hafa gengið fram af millistéttinni vestanhafs.
Philip Roth er stundum sagður hafa gengið fram af millistéttinni vestanhafs. Vísir/Getty
Bandaríski rithöfundurinn Philip Roth er látinn, áttatíu og fimm ára að aldri.

Roth var einn merkasti núlifandi höfundur Bandaríkjanna og hlaut á sínum ferli fjölmörg verðlaun á borð við Pulitzer, Man Booker verðlaunin og National Book Award. Viðfangsefni bóka hans voru oft lífið í bandarískum fjölskyldum af gyðingaættum, kynlíf og bandarísk gildi.

Á meðal frægustu verka hans má nefna American Pastoral, I Married a Communist og Portnoy's Complaint. New York Times hefur eftir nánum vini hans að Roth hafi dáið af völdum hjartabilunar.

Rúnar Helgi Vignisson þýddi tvær bækur Roth; Hin feiga skepna og Vertu sæll, Kólumbus og Helgi Már Barðason þýddi Samsærið gegn Bandaríkjunum árið 2006 en þar kemur Ísland aðeins við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×