Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. maí 2018 08:00 Lögmaður segir ekki útilokað að LÍN hafi þegar innheimt kröfur sem teljast ólögmætar. Vísir/eyþór Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira