Pepsimörkin: Þessir voru bestir í fyrri umferðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2018 13:00 Úrvalslið umferða 1 - 11 S2 Sport Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna. Hilmar Árni er lang markahæstur í deildinni með 13 mörk og hefur þar að auki lagt upp þrjú. Liðin eru reyndar búin að spila 12. umferðir og hann skoraði eitt mark gegn Keflavík í 12. umferðinni en það tekur ekki frá því að hann var frábær í fyrstu ellefu leikjunum. Hann er að sjálfsögðu einnig í úrvalsliði fyrstu ellefu umferðanna. Þar eru einnig tveir liðsfélagar hans úr Stjörnuliðinu, fyrirliði Stjörnunnar Baldur Sigurðsson og framherjinn Guðjón Baldursson. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir Stjörnuna sem situr á toppi Pepsideildarinnar. Íslandsmeistarar Vals eru jafnir Stjörnunni að stigum og þeir eiga líka þrjá fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar. Sóknarmanninn Patrick Pedersen sem er kominn með sjö mörk og varnarmennina Bjarna Ólaf Eiríkssong og Eið Aron Sigurbjörnsson. Þeir stjórna gríðarsterkum varnarleik Vals og hafa fengið næst fæst mörk á sig í sumar. Liðið sem hefur átt bestu vörnina er Breiðablik, sjö mörk fengin á sig í fyrstu 11 umferðunum. Því er markvörður þeirra, Gunnleifur Gunnleifsson, auðveldur kostur í mark úrvalsliðsins. Damir Muminovic fullkomnar svo þriggja manna varnarlínuna. Steven Lennon og Brandur Olsen hafa verið sterkir fram á við fyrir FH og fá sitt sæti í liðinu og síðasta plássið tekur Grindvíkingurinn Sam Hewson. Blikinn Willum Þór Willumsson fékk verðlaun sem besti ungi leikmaðurinn og Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari fyrri umferðarinnar. ÚrvalsliðiðBesti leikmaðurinnBesti ungi leikmaðurinnBesti þjálfarinnBestu stuðningsmennirnir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira