Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2018 13:30 Haraldur Franklín Magnús hefur leik klukkan 08.53 í fyrramálið. vísir/getty Haraldur Franklín Magnús hefur fyrstur íslenskra karlmanna leik á risamóti í golfi klukkan 8.53 fyrramálið þegar hann fer af stað á opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þetta er lang sterkasta mót sem Haraldur hefur spilað á en mættir eru til leiks allir sterkustu kylfingar heims sem berjast um Silfurkönnuna, bikarinn fræga sem afhentur er meistara hvers árs. Eins og á öllum risamótum er mikið af peningum til skiptanna en heildarupphæð sigurlaunanna eru 10,5 milljónir dollara eða ríflega 1,1 milljarður króna. Sigurvegarinn fær 1,89 milljón dollara í sinn hlut eða ríflega 200 milljónir króna.Haraldur Franklín æfir sig á Carnoustie-vellinum.vísir/gettyAllir fá eitthvað Það fá allir eitthvað í vasann fyrir að taka þátt og á Haraldur Franklín von á vænni útborgun ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Að minnsta kosti 70 kylfingar fá að spila seinni tvo hringinga en 70. sætið á mótinu gefur 24.175 dollara sem eru 2,5 milljónir króna. Þetta eru töluvert hærri upphæðir en Haraldur Franklín en vanur að keppa um á Nordic League sem er þriðja efsta mótaröðin á Evrópumótaröðinni. Þar er sigurvegari hvers móts að fá um 6.500-8.000 sænskar krónur sem eru 78 þúsund til 97 þúsund íslenskar krónur. Það er því ríflega 25 sinnum verðmætara fyrir Harald að komast í gegnum niðurskurðinn á opna breska heldur en að vinna mót á Nordic League. Enginn sem keppir á opna breska meistaramótinu fær inna en 13.500 dollara eða 1,4 milljónir króna þannig sama hvernig fer í Skotlandi fær Haraldur sín hæstu sigurlaun á ferlinum. Golf Tengdar fréttir Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00 Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús hefur fyrstur íslenskra karlmanna leik á risamóti í golfi klukkan 8.53 fyrramálið þegar hann fer af stað á opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þetta er lang sterkasta mót sem Haraldur hefur spilað á en mættir eru til leiks allir sterkustu kylfingar heims sem berjast um Silfurkönnuna, bikarinn fræga sem afhentur er meistara hvers árs. Eins og á öllum risamótum er mikið af peningum til skiptanna en heildarupphæð sigurlaunanna eru 10,5 milljónir dollara eða ríflega 1,1 milljarður króna. Sigurvegarinn fær 1,89 milljón dollara í sinn hlut eða ríflega 200 milljónir króna.Haraldur Franklín æfir sig á Carnoustie-vellinum.vísir/gettyAllir fá eitthvað Það fá allir eitthvað í vasann fyrir að taka þátt og á Haraldur Franklín von á vænni útborgun ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Að minnsta kosti 70 kylfingar fá að spila seinni tvo hringinga en 70. sætið á mótinu gefur 24.175 dollara sem eru 2,5 milljónir króna. Þetta eru töluvert hærri upphæðir en Haraldur Franklín en vanur að keppa um á Nordic League sem er þriðja efsta mótaröðin á Evrópumótaröðinni. Þar er sigurvegari hvers móts að fá um 6.500-8.000 sænskar krónur sem eru 78 þúsund til 97 þúsund íslenskar krónur. Það er því ríflega 25 sinnum verðmætara fyrir Harald að komast í gegnum niðurskurðinn á opna breska heldur en að vinna mót á Nordic League. Enginn sem keppir á opna breska meistaramótinu fær inna en 13.500 dollara eða 1,4 milljónir króna þannig sama hvernig fer í Skotlandi fær Haraldur sín hæstu sigurlaun á ferlinum.
Golf Tengdar fréttir Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00 Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00
Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00