„Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur.
Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra.
Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir.
„Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald.
Hinir aumingjar sem þorðu ekki
Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum.„Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.
En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi?
„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.