Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 19:27 Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir. Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir.
Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03