Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 15:24 Kirstjen Nielsen, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00
New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06