Hannes stoltur af ferðalaginu en pælir ekkert í stærri klúbbum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson var í góðum gír á blaðamannafundi landsliðsins í morgun. Vísir/Vilhelm Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00