Már: Að taka húsnæðisliðinn út er eins og að „henda barninu út með baðvatninu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2018 14:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Seðlabanki Íslands Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að „henda barninu út með baðvatninu.“ Þetta kom fram við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun en nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25%. Starfshópur ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu skilaði í síðustu viku skýrslu um tillögur sínar. Ein af tillögum starfshópsins er að sú vísitala sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs sé undanskilin húsnæðislið. Verðbólgumarkmið skuli áfram miðast við 2,5% en sú verðvísitala sem verðbólgumarkmið byggist á skuli ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Hins vegar er starfshópurinn ekki að leggja til að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr útreikningi á vísitölu neysluverðs, sem sé í verkahring Hagstofu Íslands, meðal annars vegna sjálfstæði Hagstofunnar sem ríkisstofnunar. Már Guðmundsson sagði að það væri ekki alveg fyllilega ljóst hvað starfshópurinn vildi gera varðandi útreikning á verðbólgumarkmiði og má skilja orð hans þannig að starfshópurinn hafi verið að hringla með þessa tvo hluti í skýrslunni en hann er ekki sá eini sem hefur upplifað texta skýrslunnar með þessum hætti. Már sagði sjálfsagt að fara yfir það hvað útreikningar ættu að vera undirliggjandi þegar verðbólglumarkmiðiðið væri annars vegar.Höfum engin áhrif á olíuverð en engum dettur í hug að taka það út „Þegar verið er að ákveða hvað verðbólgumarkmið eigi að vera og hvað eigi að miða við, þá er ekkert endilega verið að hugsa um það hvort að seðlabankar geti haft stjórn á öllum undirliðum þeirra vísitalna. Tökum bara dæmi. Olíuverð er inni, beint eða óbeint, í vísitölu neysluverðs en við höfum náttúrulega engin áhrif á það en það hefur enginn lagt til að það sé tekið út úr markmiðinu. Af hverju? Jú, af því að markmiðið hlýtur að lúta að einhverju sem varðar almenning. Allt er þetta gert til þess að efla almenna velferð. Þá er náttúrlega ljóst að stöðugleiki í almennum (útgjöldum) er það sem mestu máli skiptir. Ef við erum að hámarka velferð. Ekki bara taka einhverja þætti svona handahófskennt út. Í því samhengi eru sterk hagfræðileg rök fyrir því að vera almennt með einhverja mælingu á kostnaði fólks við íbúðarhúsnæði. Ef að fólk hefur lagt í það að fjárfesta og eiga íbúðarhúsnæði þá er eina leiðin, til þess að reikna einhvers konar notendakostnað eigin íbúðarhúsnæðis, það sem Hagstofan hefur gert. Þetta voru rökin fyrir því að hafa þetta með á sínum tíma. Rannsóknir síðar hafa líka sýnt að það að hafa fasteignaliðinn, hann er ágætis vísbending um framtíðarverðbólgu og svo verða sveiflueiginleikarnir líka betri því raunfasteignaverð sveiflast með viðskiptakjörum og hagsveiflunni. Þá dempar peningastefnan þessa sveiflu meira. Vextir eru þá hærri í uppsveiflu en ella og lægri í niðursveiflu. Margir myndu segja að það væri ákjósanlegt.“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Kemur húsnæðisliðurinn of hratt inn í verðbólgumælingar? Már vitnaði til þess sem kemur fram í álitsgerð Athanasios Orphanides, fyrrverandi seðlabankastjóra Kýpur og Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands en þeir unnu með starfshópi um framtíð peningastefnunnar. Í skýrslu starfshópsins segir um álit þeirra: „Að þeirra (Orphanides og Honohan) áliti er hægt að færa rök bæði með og móti því að taka tillit til húsnæðisverðs í verðbólgumarkmiðinu sjálfu. Þá jafnframt telja þeir að aðferðafræði Hagstofunnar falli innan viðurkennds ramma við mat á húsnæðiskostnaði. Hins vegar, að þeirra áliti, er sú mæliaðferð sem Hagstofan hefur valið mjög viðkvæm fyrir skammtímabreytingum á húsnæðisverði sem hljóti að skapa vandamál við framfylgd verðbólgumarkmiðs. Þeirra tillaga að lausn felst í því að Seðlabankinn geri greinarmun á langtíma og skammtíma sveiflum húsnæðisverðs: Áfram skal miða við visitölu neysluverðs – líkt og nú þekkist – en þegar húsnæðisverð hækkar verulega umfram aðrar neysluvörur þá skuli líta til vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Þannig geti Seðlabankinn í raun leitt hjá sér miklar hækkanir á húsnæðisverði. Þessi tillaga þeirra Honahan og Orphanides eykur sveigjanleika peningastefnunnar þar sem Seðlabankanum leyfist að líta framhjá skammtíma verðsveiflum húsnæðis.“ (bls. 151). Már sagði á fundinum í morgun um þetta: „Er mælingin þannig að þetta er að koma of hvikt inn? Þá kemur ýmislegt til að bregðast við því vandamáli. Eitt er auðvitað að taka fasteignaliðinn út en það er svolítið eins og sagt er að henda barninu út með baðvatninu.“ Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það séu sterk hagfræðileg rök fyrir því að hafa kostnað vegna húsnæðis inni í vísitölu sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs. Már segir að það sé hægt að taka húsnæðisliðinn út en það sé eins og að „henda barninu út með baðvatninu.“ Þetta kom fram við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun en nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25%. Starfshópur ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu skilaði í síðustu viku skýrslu um tillögur sínar. Ein af tillögum starfshópsins er að sú vísitala sem notuð sé við beitingu verðbólgumarkmiðs sé undanskilin húsnæðislið. Verðbólgumarkmið skuli áfram miðast við 2,5% en sú verðvísitala sem verðbólgumarkmið byggist á skuli ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Hins vegar er starfshópurinn ekki að leggja til að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr útreikningi á vísitölu neysluverðs, sem sé í verkahring Hagstofu Íslands, meðal annars vegna sjálfstæði Hagstofunnar sem ríkisstofnunar. Már Guðmundsson sagði að það væri ekki alveg fyllilega ljóst hvað starfshópurinn vildi gera varðandi útreikning á verðbólgumarkmiði og má skilja orð hans þannig að starfshópurinn hafi verið að hringla með þessa tvo hluti í skýrslunni en hann er ekki sá eini sem hefur upplifað texta skýrslunnar með þessum hætti. Már sagði sjálfsagt að fara yfir það hvað útreikningar ættu að vera undirliggjandi þegar verðbólglumarkmiðiðið væri annars vegar.Höfum engin áhrif á olíuverð en engum dettur í hug að taka það út „Þegar verið er að ákveða hvað verðbólgumarkmið eigi að vera og hvað eigi að miða við, þá er ekkert endilega verið að hugsa um það hvort að seðlabankar geti haft stjórn á öllum undirliðum þeirra vísitalna. Tökum bara dæmi. Olíuverð er inni, beint eða óbeint, í vísitölu neysluverðs en við höfum náttúrulega engin áhrif á það en það hefur enginn lagt til að það sé tekið út úr markmiðinu. Af hverju? Jú, af því að markmiðið hlýtur að lúta að einhverju sem varðar almenning. Allt er þetta gert til þess að efla almenna velferð. Þá er náttúrlega ljóst að stöðugleiki í almennum (útgjöldum) er það sem mestu máli skiptir. Ef við erum að hámarka velferð. Ekki bara taka einhverja þætti svona handahófskennt út. Í því samhengi eru sterk hagfræðileg rök fyrir því að vera almennt með einhverja mælingu á kostnaði fólks við íbúðarhúsnæði. Ef að fólk hefur lagt í það að fjárfesta og eiga íbúðarhúsnæði þá er eina leiðin, til þess að reikna einhvers konar notendakostnað eigin íbúðarhúsnæðis, það sem Hagstofan hefur gert. Þetta voru rökin fyrir því að hafa þetta með á sínum tíma. Rannsóknir síðar hafa líka sýnt að það að hafa fasteignaliðinn, hann er ágætis vísbending um framtíðarverðbólgu og svo verða sveiflueiginleikarnir líka betri því raunfasteignaverð sveiflast með viðskiptakjörum og hagsveiflunni. Þá dempar peningastefnan þessa sveiflu meira. Vextir eru þá hærri í uppsveiflu en ella og lægri í niðursveiflu. Margir myndu segja að það væri ákjósanlegt.“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Kemur húsnæðisliðurinn of hratt inn í verðbólgumælingar? Már vitnaði til þess sem kemur fram í álitsgerð Athanasios Orphanides, fyrrverandi seðlabankastjóra Kýpur og Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands en þeir unnu með starfshópi um framtíð peningastefnunnar. Í skýrslu starfshópsins segir um álit þeirra: „Að þeirra (Orphanides og Honohan) áliti er hægt að færa rök bæði með og móti því að taka tillit til húsnæðisverðs í verðbólgumarkmiðinu sjálfu. Þá jafnframt telja þeir að aðferðafræði Hagstofunnar falli innan viðurkennds ramma við mat á húsnæðiskostnaði. Hins vegar, að þeirra áliti, er sú mæliaðferð sem Hagstofan hefur valið mjög viðkvæm fyrir skammtímabreytingum á húsnæðisverði sem hljóti að skapa vandamál við framfylgd verðbólgumarkmiðs. Þeirra tillaga að lausn felst í því að Seðlabankinn geri greinarmun á langtíma og skammtíma sveiflum húsnæðisverðs: Áfram skal miða við visitölu neysluverðs – líkt og nú þekkist – en þegar húsnæðisverð hækkar verulega umfram aðrar neysluvörur þá skuli líta til vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Þannig geti Seðlabankinn í raun leitt hjá sér miklar hækkanir á húsnæðisverði. Þessi tillaga þeirra Honahan og Orphanides eykur sveigjanleika peningastefnunnar þar sem Seðlabankanum leyfist að líta framhjá skammtíma verðsveiflum húsnæðis.“ (bls. 151). Már sagði á fundinum í morgun um þetta: „Er mælingin þannig að þetta er að koma of hvikt inn? Þá kemur ýmislegt til að bregðast við því vandamáli. Eitt er auðvitað að taka fasteignaliðinn út en það er svolítið eins og sagt er að henda barninu út með baðvatninu.“
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira