Friðjón Einarsson: „Ég held að kosning fari fram“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:56 Kísilververksmiðja Stakkbergs í Helguvík Vísir/Ernir Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka. United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka.
United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45
Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56
Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45
Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00