Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 09:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. fréttablaðið/vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. Hún segir að álagið hafi verið stígandi hjá stofnuninni í nokkur ár og staðan sé í raun sú að það rigni yfir stofnunina málum. Mál í vinnslu hjá Persónuvernd nú, opin og óafgreidd, eru 754 en miðað við mikinn fjölda nýrra mála til dæmis í Danmörku og Írlandi eftir að nýja löggjöfin tók gildi þar megi gera ráð fyrir að málum hjá stofnuninni hér á landi fjölgi einnig mjög mikið.Hægt að óska eftir persónuupplýsingum og vinnslu á þeim Um er að ræða nýja löggjöf sem kom til framkvæmda í ríkjum Evrópusambandsins þann 25. maí síðastliðinn en ríki EES innleiða löggjöfina hvert og eitt. Þar sem lögin taka gildi hér á sunnudag geta einstaklingar frá og með þeim degi óskað eftir persónuupplýsingum um sig og vinnslu þeirra frá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum. Þá nær löggjöfin til erlendra alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google og geta Íslendingar sem vilja leita réttar síns gagnvart þeim leitað til Persónuverndar.Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til einstaklings, til að mynda kennitala, heimilisfang, bílnúmer og viðskiptasaga hjá tilteknu fyrirtæki.Löggjöfin kom til framkvæmda í ríkjum ESB í maí síðastliðnum en hún nær til alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google.vísir/gettyMikið bankað á dyr Persónuverndar Fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarið verið að undirbúa sig fyrir gildistöku laganna og til að mynda tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem öllum sveitarfélögum, stofnunum og sumum fyrirtækjum er skylt að gera. Þá hafa fyrirtæki og stofnanir mikið haft samband við Persónuvernd til að fá upplýsingar og ráð varðandi nýju löggjöfina. „Það er endalaust af fyrirspurnum. Við höfum sett á fót sérstakt þjónustuborð til að svara litlum og meðalstórum fyrirtækjum með eins snöggum hætti og við getum. Þannig að við erum að reyna að skuldbinda okkur til að svara innan þriggja til fimm daga. Ef þetta færi með öllum hinum fyrirspurnunum þá er þetta bara orðin ein af mörg hundruð fyrirspurnum sem er þá forgangsmetin eftir vægi,“ segir Helga.„Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi“ Ljóst er að mikil vinna og mikill kostnaður hefur farið og mun fara í það hjá fyrirtækjum og stofnunum að framfylgja nýju löggjöfinni, að minnsta kosti í upphafi, en brot á lögunum getur svo varðað sektum sem geta hlaupið á milljörðum króna. Helga segir þó að það megi ekki gleymast hvert sé markmiðið með löggjöfinni. „Markmiðið með þessu öllu er að auka réttindi einstaklinga þannig að við fáum öll að vita hverjir eru að vinna upplýsingar um okkur. Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi sem allir eru að lenda í núna, það er að búa til betra samfélag þar sem virðing er borin fyrir þessum grundvallarréttindum sem eru stjórnarskrárvarin hjá okkur. Það er útgangspunkturinn,“ segir Helga. Vilji einstaklingur óska eftir persónuupplýsingum um sig frá til dæmis símafyrirtæki leitar hann beint til fyrirtækisins. Að sögn Helgu hefur fyrirtækið svo einn mánuður til að svara beiðninni en þessi tímafrestur á við um öll fyrirtæki og stofnanir sem löggjöfin nær til.Yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengiEn hvernig er Persónuvernd í stakk búin til að takast á við þessa nýju löggjöf og þann aukna fjölda mála sem fyrirsjáanlegur er vegna hennar hjá stofnuninni? „Það gefur augaleið að þetta eru ekki kjöraðstæður hjá Persónuvernd að fást við þessa löggjöf vegna þess mikla álags sem hefur verið hér undanfarin ár og mánuði. Við erum ekki með þá mönnun sem þarf til þess að sinna að öllu leyti þessum málaflokki og þegar höfum við þurft að sinna mjög alvarlegri forgangsröðun í marga mánuði. Þannig að því leytinu til hefur verið yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengi og við þessar aðstæður erum við að fá þessa nýju löggjöf,“ segir Helga og bætir við að stofnunin muni að sjálfsögðu gera allt sem hægt er til að forgangsraða málum rétt. Það þurfi síðan að fylgjast vel með því hvort að málsmeðferð Persónuverndar verði ásættanleg eða hvort að stofnunin þurfi auknar fjárheimildir til að geta sinnt verkefninu. Neytendur Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Fagráðuneytin bregðast við nýjum lögum um persónuvernd með breytingum á fjölmörgum lögum til að tryggja opinberum stofnunum lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga. 5. júlí 2018 06:00 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. Hún segir að álagið hafi verið stígandi hjá stofnuninni í nokkur ár og staðan sé í raun sú að það rigni yfir stofnunina málum. Mál í vinnslu hjá Persónuvernd nú, opin og óafgreidd, eru 754 en miðað við mikinn fjölda nýrra mála til dæmis í Danmörku og Írlandi eftir að nýja löggjöfin tók gildi þar megi gera ráð fyrir að málum hjá stofnuninni hér á landi fjölgi einnig mjög mikið.Hægt að óska eftir persónuupplýsingum og vinnslu á þeim Um er að ræða nýja löggjöf sem kom til framkvæmda í ríkjum Evrópusambandsins þann 25. maí síðastliðinn en ríki EES innleiða löggjöfina hvert og eitt. Þar sem lögin taka gildi hér á sunnudag geta einstaklingar frá og með þeim degi óskað eftir persónuupplýsingum um sig og vinnslu þeirra frá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum. Þá nær löggjöfin til erlendra alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google og geta Íslendingar sem vilja leita réttar síns gagnvart þeim leitað til Persónuverndar.Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til einstaklings, til að mynda kennitala, heimilisfang, bílnúmer og viðskiptasaga hjá tilteknu fyrirtæki.Löggjöfin kom til framkvæmda í ríkjum ESB í maí síðastliðnum en hún nær til alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Facebook og Google.vísir/gettyMikið bankað á dyr Persónuverndar Fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarið verið að undirbúa sig fyrir gildistöku laganna og til að mynda tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem öllum sveitarfélögum, stofnunum og sumum fyrirtækjum er skylt að gera. Þá hafa fyrirtæki og stofnanir mikið haft samband við Persónuvernd til að fá upplýsingar og ráð varðandi nýju löggjöfina. „Það er endalaust af fyrirspurnum. Við höfum sett á fót sérstakt þjónustuborð til að svara litlum og meðalstórum fyrirtækjum með eins snöggum hætti og við getum. Þannig að við erum að reyna að skuldbinda okkur til að svara innan þriggja til fimm daga. Ef þetta færi með öllum hinum fyrirspurnunum þá er þetta bara orðin ein af mörg hundruð fyrirspurnum sem er þá forgangsmetin eftir vægi,“ segir Helga.„Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi“ Ljóst er að mikil vinna og mikill kostnaður hefur farið og mun fara í það hjá fyrirtækjum og stofnunum að framfylgja nýju löggjöfinni, að minnsta kosti í upphafi, en brot á lögunum getur svo varðað sektum sem geta hlaupið á milljörðum króna. Helga segir þó að það megi ekki gleymast hvert sé markmiðið með löggjöfinni. „Markmiðið með þessu öllu er að auka réttindi einstaklinga þannig að við fáum öll að vita hverjir eru að vinna upplýsingar um okkur. Markmiðið má ekki gleymast í öllu þessu álagi sem allir eru að lenda í núna, það er að búa til betra samfélag þar sem virðing er borin fyrir þessum grundvallarréttindum sem eru stjórnarskrárvarin hjá okkur. Það er útgangspunkturinn,“ segir Helga. Vilji einstaklingur óska eftir persónuupplýsingum um sig frá til dæmis símafyrirtæki leitar hann beint til fyrirtækisins. Að sögn Helgu hefur fyrirtækið svo einn mánuður til að svara beiðninni en þessi tímafrestur á við um öll fyrirtæki og stofnanir sem löggjöfin nær til.Yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengiEn hvernig er Persónuvernd í stakk búin til að takast á við þessa nýju löggjöf og þann aukna fjölda mála sem fyrirsjáanlegur er vegna hennar hjá stofnuninni? „Það gefur augaleið að þetta eru ekki kjöraðstæður hjá Persónuvernd að fást við þessa löggjöf vegna þess mikla álags sem hefur verið hér undanfarin ár og mánuði. Við erum ekki með þá mönnun sem þarf til þess að sinna að öllu leyti þessum málaflokki og þegar höfum við þurft að sinna mjög alvarlegri forgangsröðun í marga mánuði. Þannig að því leytinu til hefur verið yfirkeyrsla á starfsmönnum og álag mjög lengi og við þessar aðstæður erum við að fá þessa nýju löggjöf,“ segir Helga og bætir við að stofnunin muni að sjálfsögðu gera allt sem hægt er til að forgangsraða málum rétt. Það þurfi síðan að fylgjast vel með því hvort að málsmeðferð Persónuverndar verði ásættanleg eða hvort að stofnunin þurfi auknar fjárheimildir til að geta sinnt verkefninu.
Neytendur Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Fagráðuneytin bregðast við nýjum lögum um persónuvernd með breytingum á fjölmörgum lögum til að tryggja opinberum stofnunum lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga. 5. júlí 2018 06:00 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Fagráðuneytin bregðast við nýjum lögum um persónuvernd með breytingum á fjölmörgum lögum til að tryggja opinberum stofnunum lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga. 5. júlí 2018 06:00
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08