„Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:00 Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30