Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Birgir Olgeirsson skrifar 30. mars 2018 09:00 Páll Einarsson hélt áhugavert erindi um eldstöðina Kötlu í Náttúrufræði stofu Kópavogs á miðvikudag. Vísir Eldfjallið Katla er algjört vandræðabarn þegar kemur að því að spá fyrir um hegðun hennar og eðli. Þetta sagði Páll Einarsson jarðfræðingur í erindi sem hann hélt í Náttúrufræðistofu Kópavogs í hádeginu á miðvikudag. Sagði Páll að þó að fremur rólegt hafi verið yfir Kötlu undanfarin ár myndi hann aldrei halda því fram að hún sé hætt. Er það mat Páls að Katla sé ávallt tilbúin í gos og til í hvað sem er. Í október verða 100 ár liðin frá síðasta stóra Kötlugosi og hefur aldrei orðið jafn langt hlé á milli stórra gosa í Kötlu og nú. Frá landnámi og til ársins 1918 var meðallengd á milli gosa í Kötlu 50 ár. Biðin eftir næsta stóra gosi er því orðin ansi löng en Páll sagði ef eitthvað væri hægt að segja með fullri vissu um Kötlu, þá er það að um þá eldstöð virðast engar reglur gilda. Erindi Páls nefndist Eldstöðin Katla, eðli hennar og virkni.Gosið 1918 smellpassaði við regluna Páll fór yfir það hvernig menn töldu sig hafa hreinlega áttað sig á Kötlu á 20. öldinni. Að sögn Páls hafði þjóðin fundið það út að Katla gysi alltaf í kringum tuttugasta og sextugasta ár hverrar aldar. Gosið árið 1918 smellpassaði inn í þá reglu og því var þjóðin allt því að því skjálfandi á beinunum þegar árið 1960 gekk í garð. „Þjóðin var sannfærð um að í kringum 1960 kæmi stórt Kötlugos og ef dagblöð frá þeim tíma eru skoðuð kemur í ljós að menn voru stöðugt á tánum. En þetta stóra Kötlugos er ekki enn komið,” sagði Páll. Gosið árið 1918 hófst skömmu fyrir klukkan þrjú eftir hádegi 12. október. Var gosið á meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Páll tók fram við upphaf erindis síns að um væri að ræða ágrip á hans sýn á Kötlu og benti á að uppi væru ýmsar skoðanir um eðli og virkni Kötlu.Þjóðin og forsetinn gerði ráð fyrir gosi Hann rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og hvernig þjóðin, og þá sérstaklega Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti Íslands, gerði ráð fyrir því að strax í kjölfarið yrði stórgos í Kötlu. Er þá vert að rifja upp viðtal sem Ólafur Ragnar veitti fréttaþættinum Newsnight hjá breska ríkisútvarpinu BBC þar sem hann sagði gosið í Eyjafjallajökli einungis hafa verið litla æfingu fyrir gosið í Kötlu.Páll er hins vegar þeirrar skoðunar að Katla hafi tekið að skarið árið 2011, ári eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010.„Að mínu mati gaus Katla árið eftir gosið í Eyjafjallajökli, en það sá það enginn,” sagði Páll en tók fram að enn sé deilt um hvort gos hafi orðið í Kötlu árið 2011. Páll sagði Kötlu afskaplega fjölhæfa eldstöð sem á það til að gjósa risa gosum en einnig pínulitlum gosum. Þar sem hún er hulin jökli að hluta sem er afar þykkur þarf risa gos til að ná í gegnum hann. Þess vegna hafi Íslendingar mögulega farið á mis við minni gos sem hafa orðið í þessari eldstöð því þau ná ekki í gegnum jökulinn.Stóð biskupinn að verki á Þingvöllum Í erindi sínu rakti Páll upphaf eldvirkni á Íslandi sem tengist heitum blettum og flekaskilum. Ísland situr á Atlantshafshryggnum svokallaða en á Íslandi mætast Norður-Ameríkuflekinn, Hreppaflekinn og Evrasíuflekinn. Hann sagði þann misskilning algengan enn í dag að á Þingvöllum megi sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans en svo sé alls ekki. Raunin sé sú að á Þingvöllum má sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Hreppaflekans. Evrasíuflekinn er talsvert lengra til austurs og ekki hluti af Þingvalladældinni. Páll grínaðist með í erindi sínu að þessu hafi hreinlega verið logið að útlendingum sem og Íslendingum lengi. „Og ég hef staðið sjálfan biskupinn að því,” sagði Páll.Hann sagði þann misskilning algengan enn í dag að á Þingvöllum megi sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans en svo sé alls ekki.vísir/anton brinkHugtakið Katla breyst í gegnum árin Þegar kom að því að útskýra hvað eldstöðin Katla er í raun sagði hann að nálgast þurfi þá skilgreiningu varlega því hugtakið Katla hefði breyst ansi mikið í gegnum tíðan. Áður fyrr rifust menn lengi um hvar þeir ættu að staðsetja Kötlu á Mýrdalsjökli þegar kom að því að gera jarðfræðikort af Suðurlandi. Tekið var mið af gosstöðinni árið 1918 og settur kross þar. Eftir því sem tækninni fleygði fram kom hins vegar annað í ljós. Þegar gervitunglamyndir voru skoðaðar kom í ljós að Katla var í raun miklu stærra fyrirbrigði. Annað og meira kom síðan í ljós þegar jarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson kortlagði Kötlu með íssjá. Íssjáin mælir tímann sem það tekur rafsegulbylgju að berast frá yfirborði niður á jökulbotn og til baka upp á yfirborð eftir að hún hefur endurkastast frá botninum. Páll segir að við þær mælingar hefði komið í ljós þetta myndarlega eldfjall og Katla því í dag ekki það sama og menn töldu Kötlu árið 1960. Hann sagði rangt að segja að Katla sé undir Mýrdalsjökli. Hún er það stór að hún sé aðeins að hluta undir Mýrdalsjökli því nánast allur Mýrdalurinn er einnig hluti af Kötlu.Katla mun fjölhæfari en sagan gefur til kynna Páll sagði að á sögulegum tíma hefðu Kötlugos verið fremur einsleit, sem hefur villt um fyrir vísindamönnum. Út frá heimildum töldu menn sig vita hvernig Kötlugosið er og það hefði til dæmis verið rótin að frægum ummælum Ólafs Ragnars um Kötlu. „Hann var að tala um Kötlugos sem við þekkjum frá sögulegum tíma. En Katla er mun fjölhæfari en það,” sagði Páll. Yfir Kötlu að hluta er jökull sem er 7 - 800 metra þykkur og þarf því ansi stórt gos til að ná upp á yfirborðið. Páll sagði að það sé mjög líklegt að í Kötlu hafi verið umtalsvert fleiri gos á sögulegum tímum sem ekki eru til sagnir um.Mýrdalsjökull.Haraldur GuðjónssonMeinleysislegt Kötlu-svæðið flatt vegna hamfara Páll sagði að þegar ekið er fram hjá Kötlusvæðinu og fólki bent á að þetta sé afar öflug eldstöð, þá eigi fólkið erfitt með að trúa því sökum þess hversu friðsamlega svæðið lítur út. Svæðið sé allt fremur flatt og meinleysislegt að sjá. Sagði Páll að ástæðan fyrir því að svæðið væri svo flatt væri vegna allra þeirra hamfaraatburða sem þar hefðu átt sér stað og í raun flatt út landslagið. Líkt og áður sagði minntist Páll á hvernig þjóðin virtist hafa áttað sig á Kötlu um miðbik síðustu aldar. Katla átti að gjósa um 1960 samkvæmt þeirri reglu en hefur ekki gosið enn stóru gosi. Hann sagði það undirstrika tvennt, annars vegar að þetta er ónothæf aðferð og hins vegar að í raun sé hreinlega lítið vitað um það hvenær Katla mun gjósa næst.„Ef maður á að koma auga á einhverja reglu varðandi Kötlu þá er reglan sú að það er engin regla,” sagði Páll.„Eldfjöll koma ekki á tíma“ Nefndi hann sem dæmi að í kringum miðja síðustu öld töldu Íslendingar sig hafa komist að því að Hekla gýs einu sinni á öld. Þegar hún gaus árið 1947 töldu menn því heila öld í næsta gos í Heklu. Gos hófst þó árið 1970 í Heklu eftir aðeins 23 ára hlé en eftir það gaus hún reglulega á áratuga fresti. Síðasta gos var árið 2000 og var því búist við gosi í Heklu árið 2010 en það hefur ekki komið enn. Hins vegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010 sem enginn átti von á. Hann sagði Grímsvötn annað dæmi um hvernig þessar reglur ganga ekki upp. Töldu menn gos í Grímsvötnum eiga sér stað á tíu ára fresti en sú eldstöð tók sér hins vegar fimmtíu ára frí. „Allt tal um að eldfjall sé komið á tíma gildir ekki. Eldfjöll koma ekki á tíma,” sagði Páll og bætti við að þess vegna verji vísindamenn töluverðum tíma í að fylgjast með hvað viðkomandi eldfjall er að gera. Við slíka skoðun hefur komið í ljós að nokkur eldfjöll hér á landi eru að undirbúa gos, Hekla, Grímsvötn, Bárðarbunga og Öræfajökull.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gefur frá sér misvísandi merki Hann sagði Kötlu hins vegar vera vandræðabarnið í hópi eldfjalla hér á landi. Hún sé sífellt að gefa vísindamönnum merki en þau séu mjög ruglandi. Það líður ekki sá dagur sem ekki mælist skjálfti í Kötlu að sögn Páls en það sé öfugt farið með Heklu sem er að undirbúa gos því þar mælast engir skjálftar. Katla sé hins vegar ekki að þenja sig eins og hin eldfjöllin sem eru að undirbúa gos, allavega ekki með reglulegum hætti. Hann benti hins vegar á að Katla virðist alltaf vilja vera með þegar Eyjafjallajökull er í stuði. Þegar kom að því að útskýra hvað sé að gerast í Kötlu í dag sagði hann að mikil skjálftavirkni sé í eldstöðinni sem segir einhverja sögu sem vísindamenn hafa ekki geta ráðið í. Hann sagði slíkar skjálftahrynur koma í hryðjum en síðasti vetur hafi verið rólegur og við séum í raun í nokkurskonar rólegheita tímabili hvað varðar Kötlu.„En ég myndi aldrei halda því fram að hún sé hætt. Í aðdraganda þessara atburða er tiltölulega rólegt í Kötlu,” sagði Páll. Hann sagði gögn gefa til kynna að þrír atburðir hefðu átt sér stað í Kötlu, en þeir eiga þá að hafa verið á árunum 1955, 1999 og 2011. Mögulega megi skýra það sem tilraun til goss af hálfu Kötlu. Í raun megi segja að mati Páls að Katla sé alltaf tilbúin til goss. „Og í raun til í hvað sem er. Það er eins og það þurfi bara að gefa henni smá högg, þá taki hún við sér,” sagði Páll.Frá gosi í Grímsvötnum árið 2011.Vísir/Egill AðalsteinssonKatla sé því í raun alltaf alveg að fara að gjósa en erfitt sé að finna forboða slíkra gosa. Lítil gos, líkt og það sem á að hafa átt sér stað árið 2011, gæti þess vegna verið forboði slíks goss. Líkindi í Grímsvatnagosi Hann sagði erlenda fréttamenn afar forvitna um næsta gos í Kötlu og spyrja hvernig það mun vera. Sagði hann þá jafnan vilja vita hvort að það verði eitthvað eins og gosið í Eyjafjallajökli. Sagði Páll það vafalaust tengjast því að fréttamennirnir muna eflaust bara eftir gosinu á Íslandi sem stöðvaði flugumferð í Evrópu. Páll tók fram að gosið í Eyjafjallajökli hefði hins vegar verið lítið gos. Stór gos í Kötlu sé mun stærra og helst megi sjá líkindi í gosinu í Grímsvötnum árið 2011. Gosið í Grímsvötnum gerði engum neitt að sögn Páls en skaðað þó búskap bænda. Ljóst er að áhugi á Kötlu er afar mikill og erindi Páls vel sótt í miðri páskaviku. Páll hóf erindi sitt á að róa gesti niður með því að minna það á að þetta yrði síður en svo það eina sem yrði gert í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá síðasta stóra gosi í Kötlu. Sagði hann Jarðfræðafélag Íslands ætla að halda ráðstefnum í Vík í Mýrdal í október þar sem öllum verður boðið að taka þátt. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Segir rannsóknir styðja að Katla gaus árið 2011 Síðasta Kötlugos var ekki árið 1918 heldur að öllum líkindum árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt. Jarðeðlisfræðingur segir frekari rannsóknir á atburðinum fyrir sex árum styðja að þá hafi orðið lítið eldgos í Kötlu. 2. desember 2017 23:40 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. 1. desember 2017 21:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Eldfjallið Katla er algjört vandræðabarn þegar kemur að því að spá fyrir um hegðun hennar og eðli. Þetta sagði Páll Einarsson jarðfræðingur í erindi sem hann hélt í Náttúrufræðistofu Kópavogs í hádeginu á miðvikudag. Sagði Páll að þó að fremur rólegt hafi verið yfir Kötlu undanfarin ár myndi hann aldrei halda því fram að hún sé hætt. Er það mat Páls að Katla sé ávallt tilbúin í gos og til í hvað sem er. Í október verða 100 ár liðin frá síðasta stóra Kötlugosi og hefur aldrei orðið jafn langt hlé á milli stórra gosa í Kötlu og nú. Frá landnámi og til ársins 1918 var meðallengd á milli gosa í Kötlu 50 ár. Biðin eftir næsta stóra gosi er því orðin ansi löng en Páll sagði ef eitthvað væri hægt að segja með fullri vissu um Kötlu, þá er það að um þá eldstöð virðast engar reglur gilda. Erindi Páls nefndist Eldstöðin Katla, eðli hennar og virkni.Gosið 1918 smellpassaði við regluna Páll fór yfir það hvernig menn töldu sig hafa hreinlega áttað sig á Kötlu á 20. öldinni. Að sögn Páls hafði þjóðin fundið það út að Katla gysi alltaf í kringum tuttugasta og sextugasta ár hverrar aldar. Gosið árið 1918 smellpassaði inn í þá reglu og því var þjóðin allt því að því skjálfandi á beinunum þegar árið 1960 gekk í garð. „Þjóðin var sannfærð um að í kringum 1960 kæmi stórt Kötlugos og ef dagblöð frá þeim tíma eru skoðuð kemur í ljós að menn voru stöðugt á tánum. En þetta stóra Kötlugos er ekki enn komið,” sagði Páll. Gosið árið 1918 hófst skömmu fyrir klukkan þrjú eftir hádegi 12. október. Var gosið á meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Páll tók fram við upphaf erindis síns að um væri að ræða ágrip á hans sýn á Kötlu og benti á að uppi væru ýmsar skoðanir um eðli og virkni Kötlu.Þjóðin og forsetinn gerði ráð fyrir gosi Hann rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og hvernig þjóðin, og þá sérstaklega Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti Íslands, gerði ráð fyrir því að strax í kjölfarið yrði stórgos í Kötlu. Er þá vert að rifja upp viðtal sem Ólafur Ragnar veitti fréttaþættinum Newsnight hjá breska ríkisútvarpinu BBC þar sem hann sagði gosið í Eyjafjallajökli einungis hafa verið litla æfingu fyrir gosið í Kötlu.Páll er hins vegar þeirrar skoðunar að Katla hafi tekið að skarið árið 2011, ári eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010.„Að mínu mati gaus Katla árið eftir gosið í Eyjafjallajökli, en það sá það enginn,” sagði Páll en tók fram að enn sé deilt um hvort gos hafi orðið í Kötlu árið 2011. Páll sagði Kötlu afskaplega fjölhæfa eldstöð sem á það til að gjósa risa gosum en einnig pínulitlum gosum. Þar sem hún er hulin jökli að hluta sem er afar þykkur þarf risa gos til að ná í gegnum hann. Þess vegna hafi Íslendingar mögulega farið á mis við minni gos sem hafa orðið í þessari eldstöð því þau ná ekki í gegnum jökulinn.Stóð biskupinn að verki á Þingvöllum Í erindi sínu rakti Páll upphaf eldvirkni á Íslandi sem tengist heitum blettum og flekaskilum. Ísland situr á Atlantshafshryggnum svokallaða en á Íslandi mætast Norður-Ameríkuflekinn, Hreppaflekinn og Evrasíuflekinn. Hann sagði þann misskilning algengan enn í dag að á Þingvöllum megi sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans en svo sé alls ekki. Raunin sé sú að á Þingvöllum má sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Hreppaflekans. Evrasíuflekinn er talsvert lengra til austurs og ekki hluti af Þingvalladældinni. Páll grínaðist með í erindi sínu að þessu hafi hreinlega verið logið að útlendingum sem og Íslendingum lengi. „Og ég hef staðið sjálfan biskupinn að því,” sagði Páll.Hann sagði þann misskilning algengan enn í dag að á Þingvöllum megi sjá flekaskil Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans en svo sé alls ekki.vísir/anton brinkHugtakið Katla breyst í gegnum árin Þegar kom að því að útskýra hvað eldstöðin Katla er í raun sagði hann að nálgast þurfi þá skilgreiningu varlega því hugtakið Katla hefði breyst ansi mikið í gegnum tíðan. Áður fyrr rifust menn lengi um hvar þeir ættu að staðsetja Kötlu á Mýrdalsjökli þegar kom að því að gera jarðfræðikort af Suðurlandi. Tekið var mið af gosstöðinni árið 1918 og settur kross þar. Eftir því sem tækninni fleygði fram kom hins vegar annað í ljós. Þegar gervitunglamyndir voru skoðaðar kom í ljós að Katla var í raun miklu stærra fyrirbrigði. Annað og meira kom síðan í ljós þegar jarðeðlisfræðingurinn Helgi Björnsson kortlagði Kötlu með íssjá. Íssjáin mælir tímann sem það tekur rafsegulbylgju að berast frá yfirborði niður á jökulbotn og til baka upp á yfirborð eftir að hún hefur endurkastast frá botninum. Páll segir að við þær mælingar hefði komið í ljós þetta myndarlega eldfjall og Katla því í dag ekki það sama og menn töldu Kötlu árið 1960. Hann sagði rangt að segja að Katla sé undir Mýrdalsjökli. Hún er það stór að hún sé aðeins að hluta undir Mýrdalsjökli því nánast allur Mýrdalurinn er einnig hluti af Kötlu.Katla mun fjölhæfari en sagan gefur til kynna Páll sagði að á sögulegum tíma hefðu Kötlugos verið fremur einsleit, sem hefur villt um fyrir vísindamönnum. Út frá heimildum töldu menn sig vita hvernig Kötlugosið er og það hefði til dæmis verið rótin að frægum ummælum Ólafs Ragnars um Kötlu. „Hann var að tala um Kötlugos sem við þekkjum frá sögulegum tíma. En Katla er mun fjölhæfari en það,” sagði Páll. Yfir Kötlu að hluta er jökull sem er 7 - 800 metra þykkur og þarf því ansi stórt gos til að ná upp á yfirborðið. Páll sagði að það sé mjög líklegt að í Kötlu hafi verið umtalsvert fleiri gos á sögulegum tímum sem ekki eru til sagnir um.Mýrdalsjökull.Haraldur GuðjónssonMeinleysislegt Kötlu-svæðið flatt vegna hamfara Páll sagði að þegar ekið er fram hjá Kötlusvæðinu og fólki bent á að þetta sé afar öflug eldstöð, þá eigi fólkið erfitt með að trúa því sökum þess hversu friðsamlega svæðið lítur út. Svæðið sé allt fremur flatt og meinleysislegt að sjá. Sagði Páll að ástæðan fyrir því að svæðið væri svo flatt væri vegna allra þeirra hamfaraatburða sem þar hefðu átt sér stað og í raun flatt út landslagið. Líkt og áður sagði minntist Páll á hvernig þjóðin virtist hafa áttað sig á Kötlu um miðbik síðustu aldar. Katla átti að gjósa um 1960 samkvæmt þeirri reglu en hefur ekki gosið enn stóru gosi. Hann sagði það undirstrika tvennt, annars vegar að þetta er ónothæf aðferð og hins vegar að í raun sé hreinlega lítið vitað um það hvenær Katla mun gjósa næst.„Ef maður á að koma auga á einhverja reglu varðandi Kötlu þá er reglan sú að það er engin regla,” sagði Páll.„Eldfjöll koma ekki á tíma“ Nefndi hann sem dæmi að í kringum miðja síðustu öld töldu Íslendingar sig hafa komist að því að Hekla gýs einu sinni á öld. Þegar hún gaus árið 1947 töldu menn því heila öld í næsta gos í Heklu. Gos hófst þó árið 1970 í Heklu eftir aðeins 23 ára hlé en eftir það gaus hún reglulega á áratuga fresti. Síðasta gos var árið 2000 og var því búist við gosi í Heklu árið 2010 en það hefur ekki komið enn. Hins vegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010 sem enginn átti von á. Hann sagði Grímsvötn annað dæmi um hvernig þessar reglur ganga ekki upp. Töldu menn gos í Grímsvötnum eiga sér stað á tíu ára fresti en sú eldstöð tók sér hins vegar fimmtíu ára frí. „Allt tal um að eldfjall sé komið á tíma gildir ekki. Eldfjöll koma ekki á tíma,” sagði Páll og bætti við að þess vegna verji vísindamenn töluverðum tíma í að fylgjast með hvað viðkomandi eldfjall er að gera. Við slíka skoðun hefur komið í ljós að nokkur eldfjöll hér á landi eru að undirbúa gos, Hekla, Grímsvötn, Bárðarbunga og Öræfajökull.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gefur frá sér misvísandi merki Hann sagði Kötlu hins vegar vera vandræðabarnið í hópi eldfjalla hér á landi. Hún sé sífellt að gefa vísindamönnum merki en þau séu mjög ruglandi. Það líður ekki sá dagur sem ekki mælist skjálfti í Kötlu að sögn Páls en það sé öfugt farið með Heklu sem er að undirbúa gos því þar mælast engir skjálftar. Katla sé hins vegar ekki að þenja sig eins og hin eldfjöllin sem eru að undirbúa gos, allavega ekki með reglulegum hætti. Hann benti hins vegar á að Katla virðist alltaf vilja vera með þegar Eyjafjallajökull er í stuði. Þegar kom að því að útskýra hvað sé að gerast í Kötlu í dag sagði hann að mikil skjálftavirkni sé í eldstöðinni sem segir einhverja sögu sem vísindamenn hafa ekki geta ráðið í. Hann sagði slíkar skjálftahrynur koma í hryðjum en síðasti vetur hafi verið rólegur og við séum í raun í nokkurskonar rólegheita tímabili hvað varðar Kötlu.„En ég myndi aldrei halda því fram að hún sé hætt. Í aðdraganda þessara atburða er tiltölulega rólegt í Kötlu,” sagði Páll. Hann sagði gögn gefa til kynna að þrír atburðir hefðu átt sér stað í Kötlu, en þeir eiga þá að hafa verið á árunum 1955, 1999 og 2011. Mögulega megi skýra það sem tilraun til goss af hálfu Kötlu. Í raun megi segja að mati Páls að Katla sé alltaf tilbúin til goss. „Og í raun til í hvað sem er. Það er eins og það þurfi bara að gefa henni smá högg, þá taki hún við sér,” sagði Páll.Frá gosi í Grímsvötnum árið 2011.Vísir/Egill AðalsteinssonKatla sé því í raun alltaf alveg að fara að gjósa en erfitt sé að finna forboða slíkra gosa. Lítil gos, líkt og það sem á að hafa átt sér stað árið 2011, gæti þess vegna verið forboði slíks goss. Líkindi í Grímsvatnagosi Hann sagði erlenda fréttamenn afar forvitna um næsta gos í Kötlu og spyrja hvernig það mun vera. Sagði hann þá jafnan vilja vita hvort að það verði eitthvað eins og gosið í Eyjafjallajökli. Sagði Páll það vafalaust tengjast því að fréttamennirnir muna eflaust bara eftir gosinu á Íslandi sem stöðvaði flugumferð í Evrópu. Páll tók fram að gosið í Eyjafjallajökli hefði hins vegar verið lítið gos. Stór gos í Kötlu sé mun stærra og helst megi sjá líkindi í gosinu í Grímsvötnum árið 2011. Gosið í Grímsvötnum gerði engum neitt að sögn Páls en skaðað þó búskap bænda. Ljóst er að áhugi á Kötlu er afar mikill og erindi Páls vel sótt í miðri páskaviku. Páll hóf erindi sitt á að róa gesti niður með því að minna það á að þetta yrði síður en svo það eina sem yrði gert í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá síðasta stóra gosi í Kötlu. Sagði hann Jarðfræðafélag Íslands ætla að halda ráðstefnum í Vík í Mýrdal í október þar sem öllum verður boðið að taka þátt.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Segir rannsóknir styðja að Katla gaus árið 2011 Síðasta Kötlugos var ekki árið 1918 heldur að öllum líkindum árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt. Jarðeðlisfræðingur segir frekari rannsóknir á atburðinum fyrir sex árum styðja að þá hafi orðið lítið eldgos í Kötlu. 2. desember 2017 23:40 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. 1. desember 2017 21:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Segir rannsóknir styðja að Katla gaus árið 2011 Síðasta Kötlugos var ekki árið 1918 heldur að öllum líkindum árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt. Jarðeðlisfræðingur segir frekari rannsóknir á atburðinum fyrir sex árum styðja að þá hafi orðið lítið eldgos í Kötlu. 2. desember 2017 23:40
Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40
Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. 1. desember 2017 21:00