Saga greindi frá nafngiftinni á Instagram-reikningi sínum í gærkvöldi og deildi þar mynd af sér ásamt tveimur Eddum, systur sinni og nýnefndri dótturinni.
„Elsku Edda systir er miklu þolinmóðari, frjósamari og rauðhærðari en ég. Hér má sjá hana ásamt dóttur minni Eddu Kristínu í nafnaveislu þeirrar síðarnefndu. Mikið er ég heppin að eiga þær að,“ skrifar Saga.
Edda Kristín er fyrsta barn foreldra sinna og óskar Lífið fjölskyldunni innilega til hamingju með nafnið.
Elsku Edda systir er miklu þolinmóðari, frjósamari og rauðhærðari en ég. Hér má sjá hana ásamt dóttur minni Eddu Kristínu í nafnaveislu þeirrar síðarnefndu. Mikið er ég heppin að eiga þær að.
A post shared by Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) on Mar 29, 2018 at 5:50pm PDT