Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Sylvía Hall skrifar 30. mars 2018 11:25 Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Getty Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna. Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30