Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2018 14:35 Óskar Þór Ármannsson formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum. Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15