Hljómskálagarðurinn með sinni stóru grasflöt bauð upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna, en meðal þeirra listamanna sem komu fram voru Karma Brigade, Raven, Stjórnin, Dimma, Helgi Björnsson, Amabadama og Páll Óskar lokaði kvöldinu.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og fangaði andrúmsloftið baksviðs eins og sjá má hér að neðan.







