Óli segir FH í tilvistarkreppu: „Erfitt að vita hvernig maður á að haga sér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 11:00 S2 Sport Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sérstakur gestur í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Gengi FH í sumar hefur ekki staðið undir væntingum í Hafnarfirði og sagði Ólafur félagið vera í tilvistarkreppu. FH hefur verið eitt besta lið Íslands síðustu ár en átti vonbrigðatímabil í fyrra og þetta tímabil er ekki skárra, FH er í hættu á að missa af Evrópusæti í fyrsta skipti í meira en áratug. Ólafur tók við þjálfun FH síðasta haust eftir brotthvarf Heimis Guðjónssonar. Var verkefnið stærra en hann bjóst við?FH-ingar hafa þurft að horfa upp á mörg lið fagna mörkum gegn sér í sumarvísir/bára„Já, það er það. Það er stærra en ég gerði mér grein fyrir að mjög mörgu leiti, ekki bara því sem snýr að liðinu sem er að spila,“ svaraði hreinskilinn Ólafur þegar Gunnar Jarl Jónsson bar upp spurninguna í þætti gærkvöldsins. „FH er á vissan hátt í tilvistarkreppu, maður getur nefnt það það, árangurinn hefur verið með eindæmum góður síðustu fimmtán árin og allt í einu stendur félagið frammi fyrir því að árangurinn er ekki eins góður og menn hafa verið vanir.“ „Þá er svolítið erfitt að stíga þar inn og vita hvernig maður á að haga sér.“ FH er í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir KR í fjórða sætinu, sem er síðasta sætið sem veitir þáttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári. Liðið hefur aðeins unnið sex af 17 deildarleikjum sínum og ekki náð í sigur í síðustu þremur leikjum. „Síðan eru gerðar ákveðnar breytingar í haust á þjálfaramálum. Farsæll þjálfari stoppar og annar tekur við. Það var alveg ósk stjórnar og þeirra sem réðu mig að fara í ákveðnar breytingar og við erum bara þar ennþá.“ „Það sem ég er ósáttur við er stigasöfnunin að sjálfsögðu en við erum bara ennþá í ákveðnu umróti. Ég er ráðinn til þess að gera hlutina á minn hátt. Það er pínu lítið þannig að maður þarf að laga sig að því eða þeir geta ekki verið með,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sérstakur gestur í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Gengi FH í sumar hefur ekki staðið undir væntingum í Hafnarfirði og sagði Ólafur félagið vera í tilvistarkreppu. FH hefur verið eitt besta lið Íslands síðustu ár en átti vonbrigðatímabil í fyrra og þetta tímabil er ekki skárra, FH er í hættu á að missa af Evrópusæti í fyrsta skipti í meira en áratug. Ólafur tók við þjálfun FH síðasta haust eftir brotthvarf Heimis Guðjónssonar. Var verkefnið stærra en hann bjóst við?FH-ingar hafa þurft að horfa upp á mörg lið fagna mörkum gegn sér í sumarvísir/bára„Já, það er það. Það er stærra en ég gerði mér grein fyrir að mjög mörgu leiti, ekki bara því sem snýr að liðinu sem er að spila,“ svaraði hreinskilinn Ólafur þegar Gunnar Jarl Jónsson bar upp spurninguna í þætti gærkvöldsins. „FH er á vissan hátt í tilvistarkreppu, maður getur nefnt það það, árangurinn hefur verið með eindæmum góður síðustu fimmtán árin og allt í einu stendur félagið frammi fyrir því að árangurinn er ekki eins góður og menn hafa verið vanir.“ „Þá er svolítið erfitt að stíga þar inn og vita hvernig maður á að haga sér.“ FH er í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir KR í fjórða sætinu, sem er síðasta sætið sem veitir þáttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári. Liðið hefur aðeins unnið sex af 17 deildarleikjum sínum og ekki náð í sigur í síðustu þremur leikjum. „Síðan eru gerðar ákveðnar breytingar í haust á þjálfaramálum. Farsæll þjálfari stoppar og annar tekur við. Það var alveg ósk stjórnar og þeirra sem réðu mig að fara í ákveðnar breytingar og við erum bara þar ennþá.“ „Það sem ég er ósáttur við er stigasöfnunin að sjálfsögðu en við erum bara ennþá í ákveðnu umróti. Ég er ráðinn til þess að gera hlutina á minn hátt. Það er pínu lítið þannig að maður þarf að laga sig að því eða þeir geta ekki verið með,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira