Hér eru ekkert nema andskotans snillingar Benedikt Bóas skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Gunni Ben og Snæbjörn á fyrstu æfingu í gær. "Ég finn það strax, það eru hnökrar hér og þar og síðast var ég með hjartað í buxunum yfir að við værum að fara að verða okkur til háborinnar skammar. Núna treysti ég öllum og sit núna úti í sal og drekk í mig hvern einasta hljóm og nýt í botn,“ segir Snæbjörn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er ekki neitt leiðinlegt. Djöfull sem þetta er skemmtilegt. Þetta er alveg eins súrrealískt og síðast. Hæfileikarnir í þessari sinfóníuhljómsveit eru svo ævintýralegir. Manni líður stundum eins og það sé ekki mannlegt hvað þessi hljómsveit er góð,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld en æfingar hófust í gær fyrir komandi verkefni hljómsveitarinnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Uppselt er á ferna tónleika en enn eru nokkrir miðar til á tónleikana á morgun. Það má því reikna með að um 7.200 manns muni mæta en Eldborg tekur 1.800 manns. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitirnar leiða saman hesta sína en auk þeirra verða Karlakór Reykjavíkur, kammerkórinn Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla með þeim á sviðinu. „Hér þurfa allir að vera klárir og þá er gott að eiga bestu sinfóníuhljómsveit í heimi. Við pössuðum okkur á að vera búnir að æfa alveg í drep og erum búnir að vera í miklu sambandi við Harald Sveinbjörnsson sem útsetur þetta allt saman, þannig að við erum með okkar parta alveg á hreinu. Bernharður Wilkinson í stuði. „Við finnum að hann ber virðingu fyrir því sem við erum að gera – þó að við séum hvor á sinni blaðsíðunni,“ segir Snæbjörn.Fréttablaðið/Sigtryggur AriOg við vitum að þetta er ævintýralega mikið tæknimál. Það er verið að notast við öll möguleg tæki til að láta þetta ganga upp og allir mixerar komnir út á gólf og það eru ekkert nema andskotans snillingar að vinna hérna,“ segir Snæbjörn hrifinn. Talið verður í fyrstu tónleikana annað kvöld klukkan 20. Fram að því verður æft og örlítil atriði löguð til en Bernharður Wilkinson mun stýra öllu því sem fram fer á sviðinu. „Mikið ofurmenni, hann Bernharður. Hann er með eitthvað sem við hinir höfum ekki. Fordómalaus, svo grjótharður, en á sama tíma alveg ofboðslega almennilegur.“ Snæbjörn segist varla geta beðið eftir að telja í annað kvöld fyrir framan fullan sal af fólki. „Án þess að maður sé að ýkja, þá er þetta einn af hápunktum ævi manns. Það er bara þannig. Hvað er stærra sem tónlistarmaður? Ég veit ekki hvað það ætti að vera. Það toppar ekkert að fá börnin sín í þennan heim en þetta er stutt þar á eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er ekki neitt leiðinlegt. Djöfull sem þetta er skemmtilegt. Þetta er alveg eins súrrealískt og síðast. Hæfileikarnir í þessari sinfóníuhljómsveit eru svo ævintýralegir. Manni líður stundum eins og það sé ekki mannlegt hvað þessi hljómsveit er góð,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld en æfingar hófust í gær fyrir komandi verkefni hljómsveitarinnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Uppselt er á ferna tónleika en enn eru nokkrir miðar til á tónleikana á morgun. Það má því reikna með að um 7.200 manns muni mæta en Eldborg tekur 1.800 manns. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitirnar leiða saman hesta sína en auk þeirra verða Karlakór Reykjavíkur, kammerkórinn Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla með þeim á sviðinu. „Hér þurfa allir að vera klárir og þá er gott að eiga bestu sinfóníuhljómsveit í heimi. Við pössuðum okkur á að vera búnir að æfa alveg í drep og erum búnir að vera í miklu sambandi við Harald Sveinbjörnsson sem útsetur þetta allt saman, þannig að við erum með okkar parta alveg á hreinu. Bernharður Wilkinson í stuði. „Við finnum að hann ber virðingu fyrir því sem við erum að gera – þó að við séum hvor á sinni blaðsíðunni,“ segir Snæbjörn.Fréttablaðið/Sigtryggur AriOg við vitum að þetta er ævintýralega mikið tæknimál. Það er verið að notast við öll möguleg tæki til að láta þetta ganga upp og allir mixerar komnir út á gólf og það eru ekkert nema andskotans snillingar að vinna hérna,“ segir Snæbjörn hrifinn. Talið verður í fyrstu tónleikana annað kvöld klukkan 20. Fram að því verður æft og örlítil atriði löguð til en Bernharður Wilkinson mun stýra öllu því sem fram fer á sviðinu. „Mikið ofurmenni, hann Bernharður. Hann er með eitthvað sem við hinir höfum ekki. Fordómalaus, svo grjótharður, en á sama tíma alveg ofboðslega almennilegur.“ Snæbjörn segist varla geta beðið eftir að telja í annað kvöld fyrir framan fullan sal af fólki. „Án þess að maður sé að ýkja, þá er þetta einn af hápunktum ævi manns. Það er bara þannig. Hvað er stærra sem tónlistarmaður? Ég veit ekki hvað það ætti að vera. Það toppar ekkert að fá börnin sín í þennan heim en þetta er stutt þar á eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira