Skollamergð á lokahring Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 22:15 Ólafía er í fínni stöðu í Kaliforníu vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira