Enski boltinn

Courtois að glíma við meiðsli│Tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham

Dagur Lárusson skrifar
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois. vísir/getty
Belgíski markvörðurinn, Thibaut Courtois, hefur dregið sig úr landsliðshópi Belga sem mæta Sádí-Arabíu á þriðjudaginn.

Courtois missti af síðasta leik Belgíu vegna meiðsla aftan á læri en hann missti einnig af leik Chelsea gegn Leicester í FA-bikarnum fyrir landsleikjahlé.

Fréttir að utan herma að Courtois sé nú á leið aftur til Englands til þess að byrja endurhæfingu sína en það er talið ólíklegt að hann verði orðinn góður í tæka tíð fyrir leikinn gegn Tottenham á Stamford Brige á sunnudaginn.

„Courtois hefur ennþá ekki jafnað sig af meiðslum aftan í læri og hefur nú yfirgefið hópinn,“ stóð í yfirlýsingu frá twitter aðgangi belgíska landsliðsins.

Ljóst er að það væri mikill missir fyrir Chelsea ef Courtois verður ekki með en Chelsea er í harðri baráttu við Tottenham um meistaradeildarsæti og má ekki við því að tapa þessum leik.

Thibaut Courtois hefur mikið verið orðaður við för frá Chelsea í sumar til Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×