Segir umhugsunarvert að Landsnet hafi ekki náð að leggja eina einustu raflínu Ingvar Þór Björnsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 25. mars 2018 12:36 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það umhugsunarvert að frá því að fyrirtækið Landsnet, sem sér um raforkudreifingu í landinu, var stofnað, hefur það ekki náð að leggja eina einustu raflínu til að tryggja raforkuöryggi. Þá segir hann að afkoma Landsvirkjunar komi til með að batna á næstu árum vegna hagstæðari samninga við stórnotendur. Hörður Árnason var gestur Kristjáns Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þrettán ár eru síðan Landsnet var stofnað og hefur fyrirtækið aðeins náð að leggja eina raforkulínu á rúmum áratug. Þrátt fyrir að umframorka sé til í landinu er ekki hægt að tryggja raforku og á Akureyri er ekki hægt að byggja upp stóriðnað þar sem raforkuöryggi er skert. „Frá því að Landsnet var stofnað árið 2005 þá hefur fyrirtækið ekki náð að leggja eina einustu nýja línu ef frá eru taldar línur sem tengdu Búðarhálsvirkjun og Þeistareykjavirkjun. Það er í raun og veru mjög umhugsunarvert því samfélagið er að breytast mjög mikið og samfélagið þarf mjög á raforku að halda,“ segir hann.Staða Landsvirkjunar batnað mikið á síðustu árumHörður segir samfélagið vera að breytast mikið og orkuþörf að aukast. Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði fyrirtækisins, á Þjórsár og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 aflstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa. Hörður segir að áður fyrr hafi virkjun ekki verið byggð fyrr en stór viðskiptavinur hafi verið fundinn en nú hafi það breyst. „Í dag eru þetta fjölbreyttir viðskiptavinir úr mismunandi iðngreinum, það er hagvöxtur í samfélaginu, orkuskipti, gagnaver og ýmislegt sem er ekki beintengt hverri virkjun eins og var áður,“ segir hann. Hörður segir jafnframt að staða Landsvirkjunar hafi batnað mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að tekist hefur að hækka raforkuverð. „Síðast í fyrradag vorum við að fá hækkun á lánshæfismati og fyrirtækið er farið að fjármagna sig alfarið án ríkisábyrgða og hefur gert það alveg frá 2010.“ Lögð hefur verið áhersla á það síðustu tíu ár að fá betra verð frá stóriðjunni en áður var því flaggað að Ísland væri með lægsta raforkuverðið til stóriðjunnar. Hörður segir afkomu Landsvirkjunar eiga eftir að batna mikið á næstu árum með betri samningum. „Það er ánægjulegt að raforkuverð til stórnotenda á Íslandi með þessum nýju samningum sé sambærilegt og það gerist best annars staðar,” segir hann. Tengdar fréttir Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það umhugsunarvert að frá því að fyrirtækið Landsnet, sem sér um raforkudreifingu í landinu, var stofnað, hefur það ekki náð að leggja eina einustu raflínu til að tryggja raforkuöryggi. Þá segir hann að afkoma Landsvirkjunar komi til með að batna á næstu árum vegna hagstæðari samninga við stórnotendur. Hörður Árnason var gestur Kristjáns Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þrettán ár eru síðan Landsnet var stofnað og hefur fyrirtækið aðeins náð að leggja eina raforkulínu á rúmum áratug. Þrátt fyrir að umframorka sé til í landinu er ekki hægt að tryggja raforku og á Akureyri er ekki hægt að byggja upp stóriðnað þar sem raforkuöryggi er skert. „Frá því að Landsnet var stofnað árið 2005 þá hefur fyrirtækið ekki náð að leggja eina einustu nýja línu ef frá eru taldar línur sem tengdu Búðarhálsvirkjun og Þeistareykjavirkjun. Það er í raun og veru mjög umhugsunarvert því samfélagið er að breytast mjög mikið og samfélagið þarf mjög á raforku að halda,“ segir hann.Staða Landsvirkjunar batnað mikið á síðustu árumHörður segir samfélagið vera að breytast mikið og orkuþörf að aukast. Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði fyrirtækisins, á Þjórsár og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 aflstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa. Hörður segir að áður fyrr hafi virkjun ekki verið byggð fyrr en stór viðskiptavinur hafi verið fundinn en nú hafi það breyst. „Í dag eru þetta fjölbreyttir viðskiptavinir úr mismunandi iðngreinum, það er hagvöxtur í samfélaginu, orkuskipti, gagnaver og ýmislegt sem er ekki beintengt hverri virkjun eins og var áður,“ segir hann. Hörður segir jafnframt að staða Landsvirkjunar hafi batnað mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að tekist hefur að hækka raforkuverð. „Síðast í fyrradag vorum við að fá hækkun á lánshæfismati og fyrirtækið er farið að fjármagna sig alfarið án ríkisábyrgða og hefur gert það alveg frá 2010.“ Lögð hefur verið áhersla á það síðustu tíu ár að fá betra verð frá stóriðjunni en áður var því flaggað að Ísland væri með lægsta raforkuverðið til stóriðjunnar. Hörður segir afkomu Landsvirkjunar eiga eftir að batna mikið á næstu árum með betri samningum. „Það er ánægjulegt að raforkuverð til stórnotenda á Íslandi með þessum nýju samningum sé sambærilegt og það gerist best annars staðar,” segir hann.
Tengdar fréttir Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49