Enski boltinn

Rodgers: Þetta er draumastarfið

Dagur Lárusson skrifar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Celtic og fyrrum stjóri Liverpool, hefur útilokað það að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í bráð en hann hefur verið mikið orðaður við stjórastöður hjá hinum ýmsu félögum.

Brendan Rodgers tók við Liverpool árið 2012 en var látinn fara í október 2015 eftir slakt gengi. Nokkrum mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá Liverpool tók hann við Celtic og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá og var liðið meðal annars taplaust í 60 leikjum undir hans stjórn.

Brendan segist vera ánægður hjá Celtic þrátt fyrir allar sögusagnir.

„Ef þú ert ánægður þá er það í rauninni allt sem skiptir máli,“ sagði Rodgers.

„Peningarnir skipta ekki máli. Þú getur haft eins mikið og þú vilt í bankanum en ef þú ert ekki hamingjusamur þá skiptir peningurinn engu máli.“

„Ég elska ensku úrvalsdeildina, gæði leikmannanna og stjóranna. En það er erfitt að vera stjóri í ensku úrvalsdeildinni.“

„Ég kom til Celtic því ég var beðinn um það að taka við liðinu og móta framtíðina. Ég þarf ekki að vera með öll völdin, þannig er fótboltinn ekki lengur. Ég get sagt með fullvissu að ég er í draumastarfinu mínu hérna. Ég studdi Celtic þegar ég var yngri og þess vegna er þetta algjör draumur.“


Tengdar fréttir

Eduourd tryggði Celtic sigur gegn Rangers

Odsonne Eduourd skoraði sigurmark Celtic gegn Rangers í stórleik skosku úrvalsdeildarinnar í dag en leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×