Vettel vann fyrstu keppni ársins Dagur Lárusson skrifar 25. mars 2018 09:00 Sebastian Vettel fagnar. vísir/getty Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“ Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“
Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00