Enski boltinn

Batshuayi: Hinn eini og sanni Michy er mættur

Dagur Lárusson skrifar
Michy Batshuayi.
Michy Batshuayi. vísir/getty
Michy Batsuayi segist elska lífið hjá Dortmund eftir að hann var lánaðar til þýska liðsins frá Chelsea í janúar síðastliðnum.

Batshuayi hefur skorað átta mörk í ellefu leikjum og segir að nú sé hann farinn að sýna sitt rétta andlit.

„Hinn eini og sanni Michy er mættur,“ sagði Bathuayi.

Eins og hefur komið fram þá er Bathuayi á láni frá Chelsea en nú þegar eru byrjaðar sögusagnir um það að Dortmund muni kaupa hann í sumar. Batshuayi vill þó ekki ræða framtíð sína.

„Ekki spyrja mig um framtíðina áður en þið spurjið mig um nútíðina og það sem er að gerast núna. Ég átti erfitt uppdráttar hjá Chelsea en það er gott að vera kominn aftur í mitt besta form.“

Aðspurður út í það hvað hafi breyst segir hann að honum hafi verið tekið vel frá fyrstu mínútu hjá Dortmund.

„Ég fékk mjög hlýjar móttökur hjá Dortmund. Ég fann fyrir mikilli ást og þegar knattspyrnumaður finnur fyrir ást þá spilar hann betur, það er staðreynd.“

„Ég verð þó að viðurkenna að ég bjóst ekki við því sjálfur að byrja svona vel. Þetta er hinn eini og sanni Michy en ég vil þó standa mig ennþá betur. Stuðningsmennirnir eru ótrúlegir og leikvangurinn er magnaður, ég bjóst alls ekki við því að aðlagast svona fljótt.“


Tengdar fréttir

Batshuayi skoraði sigurmark í uppbótartíma

Michy Batshuayi tryggði Borussia Dortmund sigur í uppbótartíma þegar liðið mætti Atalanta á heimavelli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×