Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 19:00 Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira