Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 19:00 Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. Algjör eyðilegging blasir við að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en þar voru Glugga-og hurðasmiðja SB og Bindivír til húsa ásamt öðrum rekstri. Þá eyðilögðust þrír bílar og lyftari sem stóðu við húsið í eldinum. Alls voru níutíu slökkviliðsmenn að störfum þegar mest var á föstudagskvöldið en um miðnætti í gær var ákveðið að gera hlé þar sem veður og myrkur gerðu slökkvistarf mjög erfitt. Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðsmaður hafi orðið fyrir óhappi í gærkvöldi. Hann hafi verið í reykköfun og loft á reykköfunarkúti hans hafi klárast. Hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Svæðið var vaktað í nótt og morgun en þegar myndatökumaður átti leið hjá um tíuleitið í morgun logaði enn glatt á neðri hæð hússins. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu byrjaði að nýju klukkan eitt í dag. Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið plast á neðri hæð hússins hafa gert slökkvistarf erfitt. „þessu var leyft að brenna í nótt. Mér skilst af þeim sem hér voru í nótt að mikið hafi gengið á því eldtungurnar stóðu hér út allt að þrjá til fjóra metra þegar vindhviðurnar komu og hvassast var. Það var mikið plast á afmörkuðu svæði og við fengum ekki upplýsingar um það fyrr en um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og ákváðum þá að breyta um aðferð og leyfa þessu að brenna meira niður,“ segir Guðmundur. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag tókst að ráða niðurlögum eldsins. Guðmundur segir sjaldgæft að slökkvistarf taki svo langan tíma. „Það koma svona dæmi upp annað slagið en það er langt síðan að slökkvistarf tók svona rosalegalangan tíma,“ segir Guðmundur. Unnið er að því að drepa í síðustu glæðunum og að því loknu fær lögregla vettvanginn til rannsóknar.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira