Molinari fullkomnar frábært golfár með sigri á Evrópumótaröðinni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 14:30 Molinari með glæsilegan verðlaunagrip sinn Vísir/Getty Francesco Molinari fullkomnaði frábært golfár sitt með því að standa uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni en mótaröðinni lauk í dag. Molinari lék samtals á 6 höggum undir pari á DB World Tour meistaramótinu sem haldið var í Dubai og dugði það honum til þess að enda sem efsti maður á peningalista mótaraðarinnar. Molinari þénaði um 6,1 milljón evra á tímabilinu en það var rúmlega einni og hálfri miljón evra en næsti maður á listanum, sem var Justin Rose. Sigurvegari síðasta árs, Tommy Fleetwood var eini maðurinn sem gat náð Molinari en það tókst ekki. Fleetwood endaði í fjórða sæti peningalistans. Fleetwood og Molinari mynduðu saman frábært teymi í Ryder bikarnum fyrr á þessu ári, og unnu alla sína leiki sem þeir léku saman. Molinari gerði enn betur og varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vinna alla fimm leiki sína á mótinu, en Fleetwood tapaði lokaleik sínum. Molinari fullkomnar því stórkostlegt golfár sitt með þessum titli. Ítalinn vann BMW PGA meistaramótið í maí á þessu ári, þar sem hann var í baráttu við Rory McIlroy og í júlí stóð hann uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu, sem er eitt af risamótunum í golfi. Það er hans eini sigur á risamóti til þessa. Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Francesco Molinari fullkomnaði frábært golfár sitt með því að standa uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni en mótaröðinni lauk í dag. Molinari lék samtals á 6 höggum undir pari á DB World Tour meistaramótinu sem haldið var í Dubai og dugði það honum til þess að enda sem efsti maður á peningalista mótaraðarinnar. Molinari þénaði um 6,1 milljón evra á tímabilinu en það var rúmlega einni og hálfri miljón evra en næsti maður á listanum, sem var Justin Rose. Sigurvegari síðasta árs, Tommy Fleetwood var eini maðurinn sem gat náð Molinari en það tókst ekki. Fleetwood endaði í fjórða sæti peningalistans. Fleetwood og Molinari mynduðu saman frábært teymi í Ryder bikarnum fyrr á þessu ári, og unnu alla sína leiki sem þeir léku saman. Molinari gerði enn betur og varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vinna alla fimm leiki sína á mótinu, en Fleetwood tapaði lokaleik sínum. Molinari fullkomnar því stórkostlegt golfár sitt með þessum titli. Ítalinn vann BMW PGA meistaramótið í maí á þessu ári, þar sem hann var í baráttu við Rory McIlroy og í júlí stóð hann uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu, sem er eitt af risamótunum í golfi. Það er hans eini sigur á risamóti til þessa.
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira