Bikarhefðin ekki rík hjá liðunum Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 08:00 Blaðamannafundur um bikarúrslitaleik í knattspyrnu karla. Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira
Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira