Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2018 18:45 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20