Körfubolti

Oddur og Vilhjálmur yfirgefa Njarðvík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Oddur Rúnar Kristjánsson verður ekki í Njarðvíkurgrænu á næsta tímabili.
Oddur Rúnar Kristjánsson verður ekki í Njarðvíkurgrænu á næsta tímabili. Vísir/Ernir
Vilhjálmur Theodór Jónsson og Oddur Rúnar Kristjánsson munu ekki leika með Njarðvík í Domino's deild karla næsta vetur. Þetta staðfestu þeir við Karfan.is í dag.

Oddur Rúnar gekk til liðs við Njarðvík í janúar 2016 og spilaði tvö og hálft tímabil með liðinu. Hann skilaði 9,3 stigum að meðaltali í leik á síðasta tímabili og 3,3 stoðsendingum. Oddur sagðist ætla að leika á höfuðborgarsvæðinu á næsta tímabili en hann kom til Njarðvíkur frá ÍR.

Njarðvík fékk Vilhjálm Theodór einnig frá ÍR en Vilhjálmur er uppalinn í Breiðholtinu. Hann fór á Suðurnesin í janúar 2017 og skilaði 3,7 stigum og fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Njarðvík hefur einnig látið Ragnar Nathanaelsson frá sér nú í vor en hann hefur gengið til liðs við Val. Þá var skipt um þjálfara, Einar Árni Jóhannsson tók við af Daníel Guðna Guðmundssyni og fékk Ólaf Helga Jónsson með sér heim til Njarðvíkur úr Þorlákshöfn. Því er ljóst að það verður gjörbreytt Njarðvíkurlið sem mætir til leiks í Domino's deildina næsta haust.


Tengdar fréttir

Daníel snýr aftur til Grindavíkur

Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Raggi Nat búinn að semja við Val

Miðherjinn stóri og stæðilegi, Ragnar Ágúst Nathanaelsson mun leika með Val í Dominos deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×