Sigurður bæði neitaði og játaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 15:30 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður, sem er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, er ákærður ásamt tengdamóður sinni og móður Sunnu, Unni Birgisdóttur, og þriðja manni fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum. Unnur, sem starfaði sem bókari hjá SS húsum og var stjórnarformaður félagsins, neitaði sök fyrir dómi. Áður hafði þriðji maðurinn, sem tók við af Sigurði sem daglegur stjórnandi árið 2016, neitað sök í málinu við þingfestingu þess þann 30. apríl.Brot upp á tugi milljóna króna Sigurður er sakaður um að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, ekki greitt opinber gjöld. Brotin, sem áttu sér stað samkvæmt ákæru árið 2014 og 2015, nema hátt í 60 milljónum króna. Sigurður neitar sök er varðar skilum á röngum virðisaukaskattskýrslum árið 2014 og 2015 þar sem 34 milljónir voru offramtaldar í formi innskatts að því er segir í ákæru. Hann játaði aftur á móti sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að vanskilum á virðisaukaskatti upp á tæpar þrjár milljónir króna og vangreiðslum opinberra gjald upp á um 15 milljónir króna.Grunaður um fíkniefnasmygl Unnur er ákærð fyrir brot af sama meiði, þ.e. að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í mars til júní 2016 sem námu tæplega 21 milljón króna. Sömuleiðis að hafa vangreitt opinber gjöld fyrir SS hús um tæplega tíu milljónir króna árið 2016. Þriðji maðurinn er sakaður um svipuð brot, vanskil á virðisaukaskatti og vangreiðslu opinberra gjalda næstu mánuði á eftir, þ.e. júlí til september árið 2016. Sigurður er sömuleiðis grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmyglsmáli. Hann er talinn hafa staðið að því að smygla fíkniefnum í skákmunum til landsins frá Spáni þar sem þau Sunna Elvíra höfðu búsetu.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni. 24. apríl 2018 09:15