Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 14:00 Bæði L-listi Samstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans til að mótmæla þessari ákvörðun. Þá er talið að ákvörðunin muni koma niður á kjörsókn í sveitarfélaginu. Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson, sýslumann, við vinnslu fréttarinnar. Í yfirlýsingu á Facebook segir Samstaða að bæjarstjóri Grundarfjarðar hafi mótmælt þessu fyrirkomulagi „eina ferðina enn“ við Dómsmálaráðuneytið og hafi hann fengið þau svör að sýslumaður hafi lokavald. „Þetta er því algjörlega ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi að sniðganga Grundarfjörð og bjóða einungis upp á þjónustuna í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Við mótmælum þessu harðlega og skorum á sýslumanninn að tilnefna hér kjörstjóra og trúnaðarmenn til þess að halda utan um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig gripið til Facebook og hvatt íbúa til að mótmæla ákvörðuninni með því að hringja á skrifstofu Sýslumanns og senda tölvupóst á Ólaf með textanum: „Hér með mótmælum við harðlega þeirri stefnu að útiloka Grundfirðinga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimabyggð! Það er sorglegt að sýslumaður skuli ýta undir slæma kosningaþátttöku með þessu hætti. Hvetjum sýslumann til að endurskoða afstöðu sína! Kveðja Grundfirðingar“ Grundarfjörður Kosningar 2018 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans til að mótmæla þessari ákvörðun. Þá er talið að ákvörðunin muni koma niður á kjörsókn í sveitarfélaginu. Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson, sýslumann, við vinnslu fréttarinnar. Í yfirlýsingu á Facebook segir Samstaða að bæjarstjóri Grundarfjarðar hafi mótmælt þessu fyrirkomulagi „eina ferðina enn“ við Dómsmálaráðuneytið og hafi hann fengið þau svör að sýslumaður hafi lokavald. „Þetta er því algjörlega ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi að sniðganga Grundarfjörð og bjóða einungis upp á þjónustuna í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Við mótmælum þessu harðlega og skorum á sýslumanninn að tilnefna hér kjörstjóra og trúnaðarmenn til þess að halda utan um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig gripið til Facebook og hvatt íbúa til að mótmæla ákvörðuninni með því að hringja á skrifstofu Sýslumanns og senda tölvupóst á Ólaf með textanum: „Hér með mótmælum við harðlega þeirri stefnu að útiloka Grundfirðinga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimabyggð! Það er sorglegt að sýslumaður skuli ýta undir slæma kosningaþátttöku með þessu hætti. Hvetjum sýslumann til að endurskoða afstöðu sína! Kveðja Grundfirðingar“
Grundarfjörður Kosningar 2018 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira