Varist eftirlíkingar Rúnar Sigurjónsson skrifar 15. maí 2018 10:45 „Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg framboð í Reykjavík aðhyllast stefnu Flokks fólksins. Ég segi bara! VARIST EFTIRLÍKINGAR“. Þetta skrifaði Inga Sæland á facebook síðu sína 8. maí s.l. En hvað átti hún við? Jú vissulega það að þegar raunsær og réttsýnn Flokkur fólksins birtir stefnumál sín, þá eru þau í eðli sínu þannig að aðrir flokkar falla hratt í skugga Flokks fólksins ef þeir afrita ekki stefnumál hans undir eins og gera málefni hans að sínum eigin. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í borgarsjórnarkosningum. Kjörorð hans er „Fólkið fyrst“ þar sem öll áhersla flokksins felst í því að setja fólkið í algjöran forganng. Í borginni hefur núverandi meirihluti stórlega skert lífsgæði borgarbúa, m.a. í húsnæðismálum, samgöngumálum og menntamálum svo eitthvað sé nefnt. Hér þarf að taka til hendinni og vinda ofan af þeirri óstjórn sem hefur ráðið ríkjum í borginni allt of lengi og bitnað hart á öllum borgarbúum, ekkí síst á þeim sem við lökustu kjörin búa. Hluti aldraðara á í engin hús að vernda, öryrkjar búa hér við mismunun og algjörlega óviðunandi aðgengi, unga fókið okkar getur ekki komið sér upp þaki yfir höfðuðið, láglaunastéttir ná ekki endum saman í því græðgis og okurumhverfi sem þeim er búin í borginni. Þau eru löngu komin með nóg og sannarlega tímabært að stokka spilin algjörlega upp á nýtt og koma þessari óstjórn frá. Það voru um fjórtán þúsund kjósendur sem gáfu Flokki fólksins dýrmætt atkvæði sitt í sl. alþingiskosningum. Nú eigum við fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga sem hafa svo sannarlega talað skýrum rómi fyrir þá sem höllustum fæti standa og er haldið hér í fátækt. Þingmenn okkar hafa þar svo sannalega sýnt að við meinum það sem við segjum. Við frambjóðendur Flokks fólksins í Reykjavík erum þakklát fyrir það tækifæri að bjóða fram krafta okkar í borginni. Svo sannarlega óskum við þess að fá þann stuðning sem til þarf svo við megum koma ötulli baráttu okkar líka inn í borgarstjórn. Baráttu okkar gegn mismunun, óréttlæti og fátækt. Nú á lokametrum kosningabaráttunnar munum við svífa um á meðal kjósenda og stolt kynna stefnu okkar og baráttumál. Stefna okkar byggir á velferð borgaranna allra, ekki einungis sumra. Vissulega er sama hvaðan gott kemur. En þegar flokkar sem hafa haft tækifæri til að gera góða hluti í borgarstjórn eru nú farnir, korteri fyrir kosningar, að stunda það í stórfeldum mæli að afrita stefnu Flokks fólksins þá verðum við að spyrja okkur að því hversu trúverðugir þeir eru. Við vitum að kosningaloforðin frá því fyrir fjórum árum hafa að mestu verið svikin. En valið er ykkar kæru kjósendur. Laugardaginn 26. maí haldið þið um stílvopnið í kjörklefanum. Á kjörseðlinum verða nöfn 16 framboða, eitt þeirra var stofnað beinlínis til að berjast af hugsjón gegn óréttlæti, mismunun og fátækt. Með því að setja X við F muntu kalla fram miklar og jákvæðar breytingar fyrir alla þá sem borgina byggja. Kæri kjósandi stuðningur þinn er okkar vopn. Settu fólkið í fyrsta sæti á kjördag. Flokkur fólksins er flokkurinn þinn.Rúnar Sigurjónsson skipar 6.sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
„Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg framboð í Reykjavík aðhyllast stefnu Flokks fólksins. Ég segi bara! VARIST EFTIRLÍKINGAR“. Þetta skrifaði Inga Sæland á facebook síðu sína 8. maí s.l. En hvað átti hún við? Jú vissulega það að þegar raunsær og réttsýnn Flokkur fólksins birtir stefnumál sín, þá eru þau í eðli sínu þannig að aðrir flokkar falla hratt í skugga Flokks fólksins ef þeir afrita ekki stefnumál hans undir eins og gera málefni hans að sínum eigin. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í borgarsjórnarkosningum. Kjörorð hans er „Fólkið fyrst“ þar sem öll áhersla flokksins felst í því að setja fólkið í algjöran forganng. Í borginni hefur núverandi meirihluti stórlega skert lífsgæði borgarbúa, m.a. í húsnæðismálum, samgöngumálum og menntamálum svo eitthvað sé nefnt. Hér þarf að taka til hendinni og vinda ofan af þeirri óstjórn sem hefur ráðið ríkjum í borginni allt of lengi og bitnað hart á öllum borgarbúum, ekkí síst á þeim sem við lökustu kjörin búa. Hluti aldraðara á í engin hús að vernda, öryrkjar búa hér við mismunun og algjörlega óviðunandi aðgengi, unga fókið okkar getur ekki komið sér upp þaki yfir höfðuðið, láglaunastéttir ná ekki endum saman í því græðgis og okurumhverfi sem þeim er búin í borginni. Þau eru löngu komin með nóg og sannarlega tímabært að stokka spilin algjörlega upp á nýtt og koma þessari óstjórn frá. Það voru um fjórtán þúsund kjósendur sem gáfu Flokki fólksins dýrmætt atkvæði sitt í sl. alþingiskosningum. Nú eigum við fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga sem hafa svo sannarlega talað skýrum rómi fyrir þá sem höllustum fæti standa og er haldið hér í fátækt. Þingmenn okkar hafa þar svo sannalega sýnt að við meinum það sem við segjum. Við frambjóðendur Flokks fólksins í Reykjavík erum þakklát fyrir það tækifæri að bjóða fram krafta okkar í borginni. Svo sannarlega óskum við þess að fá þann stuðning sem til þarf svo við megum koma ötulli baráttu okkar líka inn í borgarstjórn. Baráttu okkar gegn mismunun, óréttlæti og fátækt. Nú á lokametrum kosningabaráttunnar munum við svífa um á meðal kjósenda og stolt kynna stefnu okkar og baráttumál. Stefna okkar byggir á velferð borgaranna allra, ekki einungis sumra. Vissulega er sama hvaðan gott kemur. En þegar flokkar sem hafa haft tækifæri til að gera góða hluti í borgarstjórn eru nú farnir, korteri fyrir kosningar, að stunda það í stórfeldum mæli að afrita stefnu Flokks fólksins þá verðum við að spyrja okkur að því hversu trúverðugir þeir eru. Við vitum að kosningaloforðin frá því fyrir fjórum árum hafa að mestu verið svikin. En valið er ykkar kæru kjósendur. Laugardaginn 26. maí haldið þið um stílvopnið í kjörklefanum. Á kjörseðlinum verða nöfn 16 framboða, eitt þeirra var stofnað beinlínis til að berjast af hugsjón gegn óréttlæti, mismunun og fátækt. Með því að setja X við F muntu kalla fram miklar og jákvæðar breytingar fyrir alla þá sem borgina byggja. Kæri kjósandi stuðningur þinn er okkar vopn. Settu fólkið í fyrsta sæti á kjördag. Flokkur fólksins er flokkurinn þinn.Rúnar Sigurjónsson skipar 6.sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun