Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:04 Rússar, Kínverjar og Indverjar sækjast allir eftir því að styrkja viðskiptatengsl sín við Íran vísir/afp Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira