Mexíkóinn Rafael Marquez gæti komist í fámennan hóp manna á HM í Rússlandi í sumar enda á hann möguleika á því að komast á HM í fimmta sinn á ferlinum.
Varnarmaðurinn Marquez er orðinn 39 ára gamall en hann var í gær valinn í 28 manna hóp mexíkóska landsliðsins. Það fara 23 leikmenn á HM.
Aðeins tveir leikmenn hafa náð þeim einstaka áfanga að spila fimm sinnum á HM. Það eru Þjóðverjinn Lothar Matthaus og Mexíkóinn Antonio Carbajal.
Lokahópur Mexíkóanna verður valinn þann 4. júní. Marquez hefur þegar spilað 143 landsleiki fyrir þjóð sína. Hann er eini leikmaðurinn í sögu HM sem hefur verið fyrirliði á fjórum HM.
Á hátindi ferilsins var Marquez að spila með Barcelona og vann Meistaradeildina tvisvar og spænsku deildina fjórum sinnum með félaginu.
Gæti komist á HM í fimmta sinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti


Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn