Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 15:15 Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. Fréttablaðið/Stefán Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum. Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum.
Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira