Máli Eikar gegn Andra Má vegna sölu á Heimshótelum vísað aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 14:00 Andri Már Ingólfsson er forstjóri Primera Travel Group sem rekur ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum. Fréttablaðið/GVA Landsréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómur Reykjavíkur skuli taka fyrir skaðabótamál fasteignafélagsins Eikar gegn Andra Má Ingólfssyni vegna sölu hins síðarnefnda á Heimshótelum árið 2016. Eik krefst meðal annars skaðabóta vegna framlaga félags í eigu Heimshótela í viðhaldssjóð á árunum 2005 til 2015 sem endurskoðandi taldi ekki samrýmast lögum um tekjuskatt. Andri Már var forstjóri og eigandi Primera Air sem nýverið varð gjaldþrota. Alls krefst Eik 54 milljón króna skaðabóta þar sem galli hafi verið á því hlutafé sem félagið keypti af Andra Má með kaupunum á Heimshótelunum. Með í kaupunum var allt hlutafé í Hótel 1919 ehf, sem rak samnefnt hótel í miðborg Reykjavíkur. Eftir kaupin lét Eik endurskoðendur endurskoða ársreikninga félagins fyrir árið 2016. Gerði endurskoðandi athugasemd við færslur vegna framlaga í viðhaldssjóð áðurnefnt tímabil að fjárhæð 53,3 milljóna króna. Taldi endurskoðandinn að framlögin samræmdumst ekki lögum um tekjuskatt. Hafnaði endurskoðandinn að árita ársreikninginn nema færð yrði leiðrétting að sömu fjárhæð í ársreikinginginn. Eik brást við því með því að gera slíka færslu í ársreikninginn. Í sömu endurskoðunarskýrslu var gerð athugasemd við að tiltekinn kostnaður hafi verið eignafærður, samtals að fjárhæð 790 þúsund krónur. Við þeirri athugasemd var brugðist við af hálfu Eikar með leiðréttingarfærslu þannig að eigið fé félagsins lækkaði sem nam sömu fjárhæð.Deilurnar snúast um færslur á vegum félagsins sem hélt utan um eignarhald á Hóteli 1919.Fréttablaðið/gvaTók ekki undir að erfitt væri fyrir Andra Má að undirbúa varnir Eik taldi Andra Má, sem eiganda félagsins þegar færslurnar voru gerðar, bera ábyrgð á þessu tjóni Eikar og krafðist félagið þess að Andri Már endurgreiddi Eik fjárhæðirnar sem um ræðir. Andri Már hafnaði því og var í kjölfarið stefnt af Eik. Málinu var hins vegar vísað frá héraðsdómi í september síðastliðnum þar sem málatilbúnaður Eikar þótti vanreifaður auk þess sem að það var mat héraðsdóms að nauðsynleg gögn í málinu hafi ekki verið lögð fram við þingfestingu málsins. Slíkir annmarkar voru að mati héraðsdóms til þess fallnir að torvelda varnir Andra Más og gera dómara erfitt um að leggja dóm á sakarefni málsins. Eik kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði í málinu á mánudaginn. Í úrskurði Landsréttar segir að af stefnu í málinu og gögnum málsins verði ráðið hverjar málsástæður Eikar í málinu séu. Þeir annmarkar sem Andri Már taldi að væru á stefnunni lúti ekki að málsgrundvelli málsins heldur sönnun þess að Eik eigi þá kröfu á Andra Má sem félagið taldi sig eiga. Tók Landsréttur ekki undir að það gæti reynst Andra Má að undirbúa varnir í málinu þar sem honum gæti ekki dulist hver krafa Eikar var í málinu og hvernig hún væri tilkomin. Þá væri ekki hægt að gera þá kröfu til Eikar að í stefnunni væri brugðist við mögulegum vörnum Andra Más. Ekkert væri því til fyrirstöðu að Eik aflaði sér frekari sönnunargagna í málinu undir rekstri þess. Felldi Landsréttur því úrskurð héraðsdóms úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur til efnismeðferðar.Úrskurður Landsréttar Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Landsréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómur Reykjavíkur skuli taka fyrir skaðabótamál fasteignafélagsins Eikar gegn Andra Má Ingólfssyni vegna sölu hins síðarnefnda á Heimshótelum árið 2016. Eik krefst meðal annars skaðabóta vegna framlaga félags í eigu Heimshótela í viðhaldssjóð á árunum 2005 til 2015 sem endurskoðandi taldi ekki samrýmast lögum um tekjuskatt. Andri Már var forstjóri og eigandi Primera Air sem nýverið varð gjaldþrota. Alls krefst Eik 54 milljón króna skaðabóta þar sem galli hafi verið á því hlutafé sem félagið keypti af Andra Má með kaupunum á Heimshótelunum. Með í kaupunum var allt hlutafé í Hótel 1919 ehf, sem rak samnefnt hótel í miðborg Reykjavíkur. Eftir kaupin lét Eik endurskoðendur endurskoða ársreikninga félagins fyrir árið 2016. Gerði endurskoðandi athugasemd við færslur vegna framlaga í viðhaldssjóð áðurnefnt tímabil að fjárhæð 53,3 milljóna króna. Taldi endurskoðandinn að framlögin samræmdumst ekki lögum um tekjuskatt. Hafnaði endurskoðandinn að árita ársreikninginn nema færð yrði leiðrétting að sömu fjárhæð í ársreikinginginn. Eik brást við því með því að gera slíka færslu í ársreikninginn. Í sömu endurskoðunarskýrslu var gerð athugasemd við að tiltekinn kostnaður hafi verið eignafærður, samtals að fjárhæð 790 þúsund krónur. Við þeirri athugasemd var brugðist við af hálfu Eikar með leiðréttingarfærslu þannig að eigið fé félagsins lækkaði sem nam sömu fjárhæð.Deilurnar snúast um færslur á vegum félagsins sem hélt utan um eignarhald á Hóteli 1919.Fréttablaðið/gvaTók ekki undir að erfitt væri fyrir Andra Má að undirbúa varnir Eik taldi Andra Má, sem eiganda félagsins þegar færslurnar voru gerðar, bera ábyrgð á þessu tjóni Eikar og krafðist félagið þess að Andri Már endurgreiddi Eik fjárhæðirnar sem um ræðir. Andri Már hafnaði því og var í kjölfarið stefnt af Eik. Málinu var hins vegar vísað frá héraðsdómi í september síðastliðnum þar sem málatilbúnaður Eikar þótti vanreifaður auk þess sem að það var mat héraðsdóms að nauðsynleg gögn í málinu hafi ekki verið lögð fram við þingfestingu málsins. Slíkir annmarkar voru að mati héraðsdóms til þess fallnir að torvelda varnir Andra Más og gera dómara erfitt um að leggja dóm á sakarefni málsins. Eik kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði í málinu á mánudaginn. Í úrskurði Landsréttar segir að af stefnu í málinu og gögnum málsins verði ráðið hverjar málsástæður Eikar í málinu séu. Þeir annmarkar sem Andri Már taldi að væru á stefnunni lúti ekki að málsgrundvelli málsins heldur sönnun þess að Eik eigi þá kröfu á Andra Má sem félagið taldi sig eiga. Tók Landsréttur ekki undir að það gæti reynst Andra Má að undirbúa varnir í málinu þar sem honum gæti ekki dulist hver krafa Eikar var í málinu og hvernig hún væri tilkomin. Þá væri ekki hægt að gera þá kröfu til Eikar að í stefnunni væri brugðist við mögulegum vörnum Andra Más. Ekkert væri því til fyrirstöðu að Eik aflaði sér frekari sönnunargagna í málinu undir rekstri þess. Felldi Landsréttur því úrskurð héraðsdóms úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur til efnismeðferðar.Úrskurður Landsréttar
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18