Skýr skilaboð Rannveig Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun