„Ég er með myndir af þér, teknar í búningsklefa“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 21:00 Sólborg Guðbrandsdóttir heldur utan um Instagram vefinn Fávitar Dæmi eru um að allt niður í ellefu ára gömul börn fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir og hótanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum. Hin 22 ára gamla Sólborg Guðbrandsdóttir heldur úti Instagram síðunni Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf. Sólborg segir að algengast sé að slík áreitni eigi sér stað á samfélagsmiðlunum Snapchat og Instagram og kallar eftir frekari kynfræðslu og umræðu um samskipti kynjanna, en rætt var við hana í þættinum Ísland í dag. Sólborg segir að oftast séu það stelpur sem sendi henni skjáskot en að strákunum fari fjölgandi. „Ég tek því bara fagnandi, ég vil að það sé meira rými fyrir karlmenn í samfélaginu til að opna sig um að þeir hafi verið kynferðislega áreittir. Þetta á ekkert að vera öðruvísi fyrir stráka eða stelpur,“ segir Sólborg. „Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára og þá var hún að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum ókunnugum karli út í bæ.“ View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 4, 2018 at 9:31am PST Hún segir að meðal þeirra skilaboða sem berist séu ítarlegar lýsingar á því hvað ókunnugir menn vilji gera við stelpurnar sem fái skilaboðin. „Það er rosa mikið um það hvað þeir ætli að taka þær fast í rassinn. Manni finnst erfitt að segja þetta upphátt því þetta eru ógeðslega viðbjóðsleg skilaboð. Talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. Þetta er kannski einmitt bara sexisminn sem maður sér í klámi og það hvað karlar ráða öllu þar og ég held að það skili sér kannski bara svolítið í svona samskiptum, að einhverjir séu æðri en aðrir.“ Hún segir að oft séu það ungir strákar sem sendi skilaboðin og telur líklegt að ungir strákar taki slíku áreiti ekki nægilega alvarlega. „Við þurfum bara meiri fræðslu. Við þurfum að tala við ungu strákana okkar að tala ekki svona, við þurfum að tala við ungu stelpurnar okkar að þær megi vera reiðar og megi segja þeim sem eru að áreita sig að fokka sér og að þær eigi ekki að láta bjóða sér þetta. Við þurfum, þessir krakkar þurfa að geta leitað eitthvað og það verður að vera einhver aðstoð í boði.“ Hún tekur sem dæmi samtal sem hún hafi átt við samstarfsfélaga sína um kynfræðslu. „Þegar ég var fjórtán ára þá fórum við í kynfræðsluáfanga. Samstarfsfélagar mínir fengu einn tíma í grunnskóla þar sem þeim var kennt hvernig ætti að nota smokk og fengu útskýringu á því hvernig kynsjúkdómar væru. Þetta skiptir auðvitað máli en það er bara svo miklu meira sem við þurfum að tala um við ungmenni. Muninn á kynlífi og klámi og mörk og samskipti og hversu ótrúlega stór partur það er af samskiptum kynjanna. Að þetta sé ekki bara að þú stundir kynlíf og þá fáirðu kynsjúkdóm og deyrð, eitthvað svona. Þetta er algjörlega fáránlegt og 2018 ætti að vera kynjafræði kennd í skólum og kynfræðsla skyldufag. Ekki bara í grunnskólum heldur á öllum skólastigum.“ View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 1, 2018 at 9:47am PDTUmræðan þurfi að vera stöðugFólk virðist vera svakalega hissa hvað þetta er mikið og gróft. Erum við að vanmeta það í raun og veru?„Mér finnst það. Ég held líka að við séum orðin svo ótrúlega vön þessu. Ég man þegar ég var 14 ára og var að fá óumbeðnar typpamyndir og ég hélt bara áfram með daginn minn eins og ekkert hefði í skorist af því svona var þetta bara. Með öll þessi skjáskot þá erum við rosalega mikið bara að fá þetta sent held ég og tala ekkert um þetta. Nefnum þetta kannski við vinkonu okkar sem er að upplifa þetta líka og svo bara kippum við okkur ekkert frekar upp við það. En við verðum að taka þessu jafn alvarlega og öðru kynferðisofbeldi því á meðan við gerum það ekki þá heldur þetta bara áfram að vera svona. Það er samfélag sem ég held við ættum ekkert að sætta okkur við að búa í.“ Ýmsar byltingar hafa orðið á síðustu árum þar sem fólk, einkum konur, hefur vakið athygli á ofbeldi og misrétti í samfélaginu. Má þar til dæmis nefna MeToo og Free The Nipple. Sólborg segir þó að það sé ekki nóg að umræðan spretti upp í öldum þegar slíkar byltingar fari af stað. „Þetta má ekki bara vera tímabil og tímabil, við þurfum að halda áfram alla daga. Við þurfum að ræða við vini okkar og ræða við fjölskyldu okkar og ræða þetta í skólum og vinnustöðum og alls staðar. Þetta er ekki bara bylgjur sem koma á samfélagsmiðlum þetta er lífið okkar allra og við eigum að reyna að vanda okkur í samskiptum við hvort annað.“Geri sér ekki grein fyrir að verknaðurinn sé ólöglegur Umræða um kynferðislegt ofbeldi á netinu hefur einnig fengið meiri hljómgrunn undanfarin ár og segir Sólborg að dæmi séu um að hún fái skjáskot þar sem því er hótað að nektarmyndir fari í dreifingu. „Það var sami maðurinn búinn að senda á nokkrar stelpur þarna og var að segja að hann hefði verið með myndir af þeim úr búningsklefa og vildi þá fá rassamyndir af þeim í staðinn, annars myndi hann dreifa þem. Síðan gat hann ekkert sýnt fram á að hann væri með neinar myndir, þannig það er ýmislegt reynt í þessu. Ég held að þetta snúist oft ekkert um einhverja girnd eða tengt kynlífinu, ég held þetta snúist um það að hafa völd yfir öðrum. Þetta snýst rosalega mikið um völd.“ Fyrst og fremst séu stelpur að fá skilaboð frá mönnum sem þær hafi aldrei séð eða talað við áður og oft sé um að ræða óumbeðnar typpamyndir eða beiðni um kynlíf. „Ég held að bæði þeir sem áreita og þeir sem verða fyrir áreiti átti sig ekki á því að margt af þessum skilaboðum eru ólögleg. Að bjóðast til að kaupa vændi er ólöglegt. Að reyna að fá barn undir átján ára að sofa hjá þér ef þú ert eldri en átján ára, það er ólöglegt. Að hóta einhverjum ofbeldi, það er ólöglegt.“ View this post on InstagramA post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 8, 2018 at 7:05pm PSTEn er ekki erfitt að hrærast í kringum svo hryllileg skilaboð á hverjum degi? „Ég er kannski upp að einhverju marki orðin ónæm fyrir þessu því ég fæ svo mikið af þessu sent en hótanirnar um nauðganir hafa verið algengar inni á síðunni núna og það er algengt að fólk sendi mér að það verði fyrir hótun. Ég reyni þá að hvetja viðkomandi til að leita til lögreglunnar. Það hefur slegið mig mest, að fólk sé í alvörunni að beita þessu ofbeldi.“ Hún segir mikilvægt að átta sig á alvarleika málsins og taka því ekki af léttúð þegar skilaboð eða myndir berast í innhólfið. „Ég held að margir upplifi það að þeim megi ekki líða illa þegar þeir verða fyrir kynferðislegri áreitni af því það er til einhvern veginn öðruvísi kynferðislegt ofbeldi. Þetta er bara jafn alvarlegt og annað ofbeldi og okkur má líða illa og það er allt í lagi. Við verðum að taka þessu jafn alvarlega og annars konar tegundum ofbeldis.“ Sólborg segir að það sé erfitt að útskýra slíkt áreiti fyrir fólki sem hafi ekki upplifað það sjálft. Hún segir nærtækustu lýsinguna vera að manni líði eins og drasli í kjölfarið. „Að það sé komið fram við mann eins og maður sé einskis virði, eins og maður sé einhver hlutur, einhver líkami fyrir einhvern annan til að gera.“ View this post on InstagramAlltaf svo næs þegar hann tekur mig vel í snípinn minn #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 17, 2018 at 6:59am PSTVill ekki nafngreina Sólborg sér oftast sjálf nöfn þeirra sem hafa sent þolendum skilaboð og myndirnar og segir því fara fjarri að þar fari fyrst og fremst einhverjir stereótýpískir perrar. Þvert á móti virðist gerendurnir oft á tíðum frambærilegir og vinalegir á yfirborðinu. Hún kýs hins vegar að nafngreina þá ekki því hún telur að það muni draga frá ástæðu þess að hún haldi síðunni úti. „Ég er með þetta Instagram til að fræða um kynferðislega áreitni og sýna fram á hversu ótrúlega algengt það er að verða fyrir kynferðislegu áreitni og taka einhverja umræðu, tala um þetta, þetta verði ekki tabú. Þetta eru alls konar einstaklingar í samfélaginu og það að ég sé að fara að nafngreina einhvern á netinu til að reyna að svala reiði einhverra sem eru að skoða Instagrammið er bara ekki að fara að skila neinu,“ segir hún. „Ég vil, án þess að ég sé eitthvað að bakka gerendur upp, þá vil ég að það sé rými fyrir þá til að læra af mistökum sínum. Ég vil að þeir verði betri og við náum einhvern veginn að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það verður að vera rými. Það er ekki nóg að við ætlum að henda einhverjum út á land og það eigi að drepa hann eða meiða hann, þetta skilar nákvæmlega engu.“Erum við þá að mála fólk of mikið út í horn ef það er staðið að einhverju svona? „Fólk er klárlega að mála sig sjálft út í horn en eins og við viljum að það sé hjálp fyrir þolendur í samfélaginu þá verður líka að vera hjálpfyrir gerendur. Ég vil bara búa í samfélagi þar sem við getum aðstoðað hvort annað og frætt. Við erum öll bara fólk. Við erum ekki skrímsli þó að mörgum finnist þessi hegðun vera í þá áttina.“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dæmi eru um að allt niður í ellefu ára gömul börn fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir og hótanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum. Hin 22 ára gamla Sólborg Guðbrandsdóttir heldur úti Instagram síðunni Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf. Sólborg segir að algengast sé að slík áreitni eigi sér stað á samfélagsmiðlunum Snapchat og Instagram og kallar eftir frekari kynfræðslu og umræðu um samskipti kynjanna, en rætt var við hana í þættinum Ísland í dag. Sólborg segir að oftast séu það stelpur sem sendi henni skjáskot en að strákunum fari fjölgandi. „Ég tek því bara fagnandi, ég vil að það sé meira rými fyrir karlmenn í samfélaginu til að opna sig um að þeir hafi verið kynferðislega áreittir. Þetta á ekkert að vera öðruvísi fyrir stráka eða stelpur,“ segir Sólborg. „Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára og þá var hún að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum ókunnugum karli út í bæ.“ View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 4, 2018 at 9:31am PST Hún segir að meðal þeirra skilaboða sem berist séu ítarlegar lýsingar á því hvað ókunnugir menn vilji gera við stelpurnar sem fái skilaboðin. „Það er rosa mikið um það hvað þeir ætli að taka þær fast í rassinn. Manni finnst erfitt að segja þetta upphátt því þetta eru ógeðslega viðbjóðsleg skilaboð. Talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. Þetta er kannski einmitt bara sexisminn sem maður sér í klámi og það hvað karlar ráða öllu þar og ég held að það skili sér kannski bara svolítið í svona samskiptum, að einhverjir séu æðri en aðrir.“ Hún segir að oft séu það ungir strákar sem sendi skilaboðin og telur líklegt að ungir strákar taki slíku áreiti ekki nægilega alvarlega. „Við þurfum bara meiri fræðslu. Við þurfum að tala við ungu strákana okkar að tala ekki svona, við þurfum að tala við ungu stelpurnar okkar að þær megi vera reiðar og megi segja þeim sem eru að áreita sig að fokka sér og að þær eigi ekki að láta bjóða sér þetta. Við þurfum, þessir krakkar þurfa að geta leitað eitthvað og það verður að vera einhver aðstoð í boði.“ Hún tekur sem dæmi samtal sem hún hafi átt við samstarfsfélaga sína um kynfræðslu. „Þegar ég var fjórtán ára þá fórum við í kynfræðsluáfanga. Samstarfsfélagar mínir fengu einn tíma í grunnskóla þar sem þeim var kennt hvernig ætti að nota smokk og fengu útskýringu á því hvernig kynsjúkdómar væru. Þetta skiptir auðvitað máli en það er bara svo miklu meira sem við þurfum að tala um við ungmenni. Muninn á kynlífi og klámi og mörk og samskipti og hversu ótrúlega stór partur það er af samskiptum kynjanna. Að þetta sé ekki bara að þú stundir kynlíf og þá fáirðu kynsjúkdóm og deyrð, eitthvað svona. Þetta er algjörlega fáránlegt og 2018 ætti að vera kynjafræði kennd í skólum og kynfræðsla skyldufag. Ekki bara í grunnskólum heldur á öllum skólastigum.“ View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 1, 2018 at 9:47am PDTUmræðan þurfi að vera stöðugFólk virðist vera svakalega hissa hvað þetta er mikið og gróft. Erum við að vanmeta það í raun og veru?„Mér finnst það. Ég held líka að við séum orðin svo ótrúlega vön þessu. Ég man þegar ég var 14 ára og var að fá óumbeðnar typpamyndir og ég hélt bara áfram með daginn minn eins og ekkert hefði í skorist af því svona var þetta bara. Með öll þessi skjáskot þá erum við rosalega mikið bara að fá þetta sent held ég og tala ekkert um þetta. Nefnum þetta kannski við vinkonu okkar sem er að upplifa þetta líka og svo bara kippum við okkur ekkert frekar upp við það. En við verðum að taka þessu jafn alvarlega og öðru kynferðisofbeldi því á meðan við gerum það ekki þá heldur þetta bara áfram að vera svona. Það er samfélag sem ég held við ættum ekkert að sætta okkur við að búa í.“ Ýmsar byltingar hafa orðið á síðustu árum þar sem fólk, einkum konur, hefur vakið athygli á ofbeldi og misrétti í samfélaginu. Má þar til dæmis nefna MeToo og Free The Nipple. Sólborg segir þó að það sé ekki nóg að umræðan spretti upp í öldum þegar slíkar byltingar fari af stað. „Þetta má ekki bara vera tímabil og tímabil, við þurfum að halda áfram alla daga. Við þurfum að ræða við vini okkar og ræða við fjölskyldu okkar og ræða þetta í skólum og vinnustöðum og alls staðar. Þetta er ekki bara bylgjur sem koma á samfélagsmiðlum þetta er lífið okkar allra og við eigum að reyna að vanda okkur í samskiptum við hvort annað.“Geri sér ekki grein fyrir að verknaðurinn sé ólöglegur Umræða um kynferðislegt ofbeldi á netinu hefur einnig fengið meiri hljómgrunn undanfarin ár og segir Sólborg að dæmi séu um að hún fái skjáskot þar sem því er hótað að nektarmyndir fari í dreifingu. „Það var sami maðurinn búinn að senda á nokkrar stelpur þarna og var að segja að hann hefði verið með myndir af þeim úr búningsklefa og vildi þá fá rassamyndir af þeim í staðinn, annars myndi hann dreifa þem. Síðan gat hann ekkert sýnt fram á að hann væri með neinar myndir, þannig það er ýmislegt reynt í þessu. Ég held að þetta snúist oft ekkert um einhverja girnd eða tengt kynlífinu, ég held þetta snúist um það að hafa völd yfir öðrum. Þetta snýst rosalega mikið um völd.“ Fyrst og fremst séu stelpur að fá skilaboð frá mönnum sem þær hafi aldrei séð eða talað við áður og oft sé um að ræða óumbeðnar typpamyndir eða beiðni um kynlíf. „Ég held að bæði þeir sem áreita og þeir sem verða fyrir áreiti átti sig ekki á því að margt af þessum skilaboðum eru ólögleg. Að bjóðast til að kaupa vændi er ólöglegt. Að reyna að fá barn undir átján ára að sofa hjá þér ef þú ert eldri en átján ára, það er ólöglegt. Að hóta einhverjum ofbeldi, það er ólöglegt.“ View this post on InstagramA post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 8, 2018 at 7:05pm PSTEn er ekki erfitt að hrærast í kringum svo hryllileg skilaboð á hverjum degi? „Ég er kannski upp að einhverju marki orðin ónæm fyrir þessu því ég fæ svo mikið af þessu sent en hótanirnar um nauðganir hafa verið algengar inni á síðunni núna og það er algengt að fólk sendi mér að það verði fyrir hótun. Ég reyni þá að hvetja viðkomandi til að leita til lögreglunnar. Það hefur slegið mig mest, að fólk sé í alvörunni að beita þessu ofbeldi.“ Hún segir mikilvægt að átta sig á alvarleika málsins og taka því ekki af léttúð þegar skilaboð eða myndir berast í innhólfið. „Ég held að margir upplifi það að þeim megi ekki líða illa þegar þeir verða fyrir kynferðislegri áreitni af því það er til einhvern veginn öðruvísi kynferðislegt ofbeldi. Þetta er bara jafn alvarlegt og annað ofbeldi og okkur má líða illa og það er allt í lagi. Við verðum að taka þessu jafn alvarlega og annars konar tegundum ofbeldis.“ Sólborg segir að það sé erfitt að útskýra slíkt áreiti fyrir fólki sem hafi ekki upplifað það sjálft. Hún segir nærtækustu lýsinguna vera að manni líði eins og drasli í kjölfarið. „Að það sé komið fram við mann eins og maður sé einskis virði, eins og maður sé einhver hlutur, einhver líkami fyrir einhvern annan til að gera.“ View this post on InstagramAlltaf svo næs þegar hann tekur mig vel í snípinn minn #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 17, 2018 at 6:59am PSTVill ekki nafngreina Sólborg sér oftast sjálf nöfn þeirra sem hafa sent þolendum skilaboð og myndirnar og segir því fara fjarri að þar fari fyrst og fremst einhverjir stereótýpískir perrar. Þvert á móti virðist gerendurnir oft á tíðum frambærilegir og vinalegir á yfirborðinu. Hún kýs hins vegar að nafngreina þá ekki því hún telur að það muni draga frá ástæðu þess að hún haldi síðunni úti. „Ég er með þetta Instagram til að fræða um kynferðislega áreitni og sýna fram á hversu ótrúlega algengt það er að verða fyrir kynferðislegu áreitni og taka einhverja umræðu, tala um þetta, þetta verði ekki tabú. Þetta eru alls konar einstaklingar í samfélaginu og það að ég sé að fara að nafngreina einhvern á netinu til að reyna að svala reiði einhverra sem eru að skoða Instagrammið er bara ekki að fara að skila neinu,“ segir hún. „Ég vil, án þess að ég sé eitthvað að bakka gerendur upp, þá vil ég að það sé rými fyrir þá til að læra af mistökum sínum. Ég vil að þeir verði betri og við náum einhvern veginn að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það verður að vera rými. Það er ekki nóg að við ætlum að henda einhverjum út á land og það eigi að drepa hann eða meiða hann, þetta skilar nákvæmlega engu.“Erum við þá að mála fólk of mikið út í horn ef það er staðið að einhverju svona? „Fólk er klárlega að mála sig sjálft út í horn en eins og við viljum að það sé hjálp fyrir þolendur í samfélaginu þá verður líka að vera hjálpfyrir gerendur. Ég vil bara búa í samfélagi þar sem við getum aðstoðað hvort annað og frætt. Við erum öll bara fólk. Við erum ekki skrímsli þó að mörgum finnist þessi hegðun vera í þá áttina.“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira