Sagði jóladraslinu stríð á hendur og hvetur til umhverfisvænni jólagjafa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 18:45 Sigga Dögg er einn þekktasti kynfræðingur landsins. Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan. Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan.
Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22