Trump náðaði kalkúninn Peas Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 10:03 Forsetahjónin Donald Trump og Melania Trump með kalkúninum Peas á lóð Hvíta hússins. GettyManuel Balce Ceneta Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi. Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira