Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Deutsche segir að samstarfinu við Danske hafi verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. nordicphotos/getty Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. Þetta herma heimildir The Wall Street Journal. Talsmaður Deutsche Bank sagði að hlutverk bankans í viðskiptunum hefði verið að annast millifærslur fyrir Danske Bank. Samstarfinu hefði verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. Niðurstöðurnar eru hvorki endanlegar né hafa þær verið gerðar opinberar. Bankinn hefur verið að reyna að leggja mat á með hvaða hætti hann tengdist peningaþvættinu. Málið varðar fjármagn sem Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, tók þátt í að þvætta frá Rússlandi. Bandarísk löggæsluyfirvöld eru að rannsaka útibú Danske Bank í Eistlandi þar sem yfir 230 milljarðar runnu um reikninga þeirra sem ekki eru eistneskir. Fjárfestar hafa áhyggjur af afleiðingum hneykslisins á rekstur Danske Bank og hafa bréfin lækkað um helming á þessu ári. Burt séð frá þeim vanda hafa þeir enn fremur áhyggjur af arðsemi bankans í víðara samhengi. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. Þetta herma heimildir The Wall Street Journal. Talsmaður Deutsche Bank sagði að hlutverk bankans í viðskiptunum hefði verið að annast millifærslur fyrir Danske Bank. Samstarfinu hefði verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. Niðurstöðurnar eru hvorki endanlegar né hafa þær verið gerðar opinberar. Bankinn hefur verið að reyna að leggja mat á með hvaða hætti hann tengdist peningaþvættinu. Málið varðar fjármagn sem Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, tók þátt í að þvætta frá Rússlandi. Bandarísk löggæsluyfirvöld eru að rannsaka útibú Danske Bank í Eistlandi þar sem yfir 230 milljarðar runnu um reikninga þeirra sem ekki eru eistneskir. Fjárfestar hafa áhyggjur af afleiðingum hneykslisins á rekstur Danske Bank og hafa bréfin lækkað um helming á þessu ári. Burt séð frá þeim vanda hafa þeir enn fremur áhyggjur af arðsemi bankans í víðara samhengi.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira