Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis. Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis.
Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira