Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Íþróttakonur sem sendu frá sér yfirlýsingu í anda #metoo í dag segja íþróttafélög þurfa að taka upp virka stefnu í ofbeldis- og jafnréttismálum þar sem fagfólk grípi inn í mál í stað þess að litlar klíkur eða stjórnir innan íþróttafélaga leysi þau innanhúss. „Mín reynsla er að fjármagnið stjórni stefnunni og því þurfa sveitarfélög og ríki, sem veita íþróttafélögum fjármagn, að bregðast við og gera skýrar kröfur til íþróttafélaga um hvernig brugðist sé við ofbeldismálum auk þess að veita aðhald um að stefnu sé framfylgt," segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, ein forsvarskvenna hópsins. Alls var bein fjárveiting Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga í gegnum Íþróttabandalag Reykjavíkur 2,3 milljarðar á síðasta ári. Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir greiðslur nokkrar yfir árið og útilokar ekki að skilyrða greiðslurnar.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.Vísir„Fjármagnsaflinu fylgir ákveðin ábyrgð og við tökum það mjög alvarlega hvert fjármagnið okkar fer. Það hefur verið samtal um það hvort borgin eigi að gera skýrari kröfur um að ákveðin skilyrði séu uppfyllt áður en greiðsla á sér stað," segir Þórgnýr. Fyrstu viðbrögð borgaryfirvalda verður að hafa samband við íþróttafélögin. „Og veita þeim stuðning við einstök mál, stefnumótun og verkferla þar sem þá skortir," segir Þórgnýr. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, talar á sömu nótum í facebook-færslu sinni. „Í kjölfar þessarar áskorunar þurfum við í stjórnum sveitarfélaga að horfa á okkar ábyrgð og krefjast róttækra aðgera," skrifar Heiða og bendir á styrk sveitarfélaga til íþróttafélaga í beinna styrkja, niðurgreiðslu æfingargjalda og svo framvegis.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira