Umhverfishamfarir að mannavöldum Steinn Kárason skrifar 11. janúar 2018 07:00 Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun