Þetta snýst um traust Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun